- Seldar vörur eru afhentar af vörulager félagsins næsta virka dag eftir pöntun, með þeim fyrirvara að þær séu til á lager. Séu pantaðar vörur uppseldar tímabundið mun skrifstofa GÍ hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti eða um síma.
- Sendingarkostnaður greiðist við móttöku samkvæmt verðskrá Póstsins ef eingöngu er um smávöru að ræða en samkvæmt verðskrá vöruflutningafyrirtækis ef um stærri hluti er að ræða.
- Sendingar sem kaupandi sækir sjálfur eru afhentar honum eða umboðsmanni hans á skrifstofu Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1, 105 Reykjavík.
- Öll verð eru með virðisaukaskatti. Á heildarverð hverrar pöntunar leggst að auki 700 kr. umsýslugjald.
- Öll verð eru birt með fyrirvara um villur og myndbrengl.
- Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.
- Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af greiðslugátt Borgunar, og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum Garðyrkjufélagsins.
- Varðandi vöruskil gilda almenn neytendalög um vöruskil í netverslunum.
- Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögheimili og varnarþing Garðyrkjufélags Íslands eru í Reykjavík.
Trúnaður og notkun persónuupplýsinga
- Garðyrkjufélagið heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
- Viðskipti í verslunarkerfi Garðyrkjufélags Íslands kunna að skilja eftir sig persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu. Þessar upplýsingar kunna að vera notaðar af félaginu til að útbúa viðeigandi skilaboð til viðskiptavina en þær verða aldrei afhentar þriðja aðila. Viðskiptavinir vefverslunarinnar geta hvenær sem er afskráð sig og þannig neitað félaginu um hverskonar notkun slíkra upplýsinga.
- Seldar vörur eru afhentar af vörulager félagsins næsta virka dag eftir pöntun, með þeim fyrirvara að þær séu til á lager. Séu pantaðar vörur uppseldar tímabundið mun skrifstofa GÍ hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti eða um síma.