FRÉTTIR
Fréttir-blokk
Kveðja frá Frænefnd
Kæru félagar, vonandi áttuð þið öll blómlegt og gott sumar. Fræbanki Garðyrkufélagsins opnar aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. og í tilefni af því langar okkur í frænefndinni að minna ykkur á að huga að fræsöfnun í ykkar nærumhverfi. Fræbankinn stendur og fellur með frægjöfum frá félögum. Án ykkar framlags væri enginn fræbanki. Kær kveðja […] [...]
Plöntuskiptadagur að hausti
Ágætu félagar,eins og undanfarin ár verður plöntuskiptadagurinn við Bókasafn Kópavogs.Dagsetning: laugardaginn 6. september klukkan 12-14. Allar plöntur velkomnar, inniblóm, útiblóm, afgangar af sáningu og ræktun sumarsins, sjálfsáið og grisjað … Formaður GÍ, Guðríður Helgadóttir stýrir viðburðinum að þessu sinni. [...]
Heilsubótar- og fræðslugöngur 12. ágúst
Kæru félagar;Næstu heilsubótar- og fræðslugöngur í tilefni af 140 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands verða þann 12. ágúst.Þær eru: Akureyri – Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um matjurtagarða Akureyrar. Mæting er við Gömlu gróðrarstöðina á Akureyri kl. 17. Borgarnes – Sædís Guðlaugsdóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um Skallagrímsgarð. Mæting er við bílastæðið við Skallagrímsgarð kl. 20. Hver […] [...]
Norræna rósahelgin 8. – 10. ágúst 2025
Þema: „Rósir, loftslag og samfélag“ Kæru félagar í Rósaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands. Norræna rósahelgin verður haldin á Íslandi dagana 8. – 10. ágúst í sumar. Þetta er einstakur viðburður fyrir íslenska rósaræktendur og gefst ykkur nú kostur á að taka þátt í þessum viðburði með því að skrá ykkur. Fjölmörg áhugaverð erindi um rósarækt verða á dagskrá, […] [...]