Posted on

Afmælismálþing 2. október 2025

Garðyrkjufélag Íslands 140 ára
1885-2025

Afmælismálþingið er haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst kl. 13.

13:00 – 13:10  Inngangur og afmælisþankar – Guðríður Helgadóttir, formaður GÍ

13:10 – 13:40  Lýðheilsa og gróður – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Landlæknisembættinu

13:40 – 14:20  Trjágróður í þéttbýli – Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi

14:20 – 14:50  Merk tré – Auður Elva Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

14:50 – 15:20  Kaffihlé

15:20 –  15:50  Sveitarfélag með grænum augum –  Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs

15:50 – 16:30  Making our communities greener and healthier with the 3+30+300 principle – Hvernig gerum við samfélagið okkar grænna og heilsusamlegra með 3-30-300 leiðinni – Dr. Cecil Konijnendijk, sérfræðingur í borgarskógrækt og grænum svæðum

16:30 – 17:00  Umræður

Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson, Garðyrkjuskólanum á Reykjum

Málþingið fer fram á íslensku og ensku og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Posted on

Kveðja frá Frænefnd

Kæru félagar, vonandi áttuð þið öll blómlegt og gott sumar.

Fræbanki Garðyrkufélagsins opnar aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. og í tilefni af því langar okkur í frænefndinni að minna ykkur á að huga að fræsöfnun í ykkar nærumhverfi. Fræbankinn stendur og fellur með frægjöfum frá félögum. Án ykkar framlags væri enginn fræbanki.

Kær kveðja

Bergljót Kristinsdóttir
Kristín Hallgrímsdóttir
Sólveig Aðalsteinsdóttir

Posted on

Heilsubótar- og fræðslugöngur 12. ágúst

Kæru félagar;
Næstu heilsubótar- og fræðslugöngur í tilefni af 140 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands verða þann 12. ágúst.
Þær eru:

Akureyri Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um matjurtagarða Akureyrar. Mæting er við Gömlu gróðrarstöðina á Akureyri kl. 17.

Borgarnes Sædís Guðlaugsdóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um Skallagrímsgarð. Mæting er við bílastæðið við Skallagrímsgarð kl. 20.

Hver ganga tekur um það bil klukkustund og þær eru öllum opnar.
Kær kveðja, stjórn GÍ

Posted on

Heilsubótar- og fræðsluganga í Hólavallagarði

Fyrsta heilsubótar- og fræðslugangan í tilefni 140 ára afmæli GÍ var gengin í Hólavallagarði þann 10. júní. Göngustjóri var Heimir Björn Janusarson, skrúðgarðyrkjumaður og umsjónarmaður garðsins. Tæplega 50 gestir gengu um garðinn í blíðskaparveðri og nutu fróðlegrar og bráðskemmtilegrar leiðsagnar Heimis. GÍ þakkar Heimi kærlega fyrir skemmtunina og fróðleikinn og gestum fyrir komuna.

Posted on

Plöntuskiptadagur að vori 2025

Laugardaginn 31.maí í portinu bak við Bókasafn Kópavogs frá kl.12-14

Að venju stendur Garðyrkjufélagið fyrir plöntuskiptadegi að vori þar sem félagar geta komið með plöntur til að láta og fá aðrar í staðinn. Eins og undanfarin ár verður viðburðurinn við Bókasafn Kópavogs þar sem aðstaða er prýðisgóð.

Takið litlu sjálfsánu plönturnar ykkar til hliðar og gefið þeim nýtt heimili með plöntuskiptum🌼 

Garð- og stofuplöntur, tré, fræ og græðlingar🌱🌸🌲 Skemmtilegast er svo garðyrkjuspjallið☺️

Posted on

Aðalfundur GÍ 2025

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl nk. kl. 19:30 í sal GÍ að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Dagskrá aðalfundar:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar GÍ
  4. Reikningar lagðir fram og skýrðir
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  6. Reikningar bornir upp til samþykktar
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Tillögur um lagabreytingar, umræður og atkvæðagreiðsla
  9. Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda
  10. Tillögur til ályktunar aðalfundar, umræður og atkvæðagreiðsla
  11. Önnur mál

Framboð til stjórnarkjörs: Til varaformanns Hjördís Rögn Baldursdóttir, meðstjórnendur Björn Ingi Stefánsson og Íris Stefánsdóttir.
Engar lagabreytingatillögur liggja fyrir né heldur ályktanir aðalfundar frá stjórn.

Að loknum aðalfundarstörfum verður fræðsluerindi; Sigríður Soffía Níelsdóttir: «Ræktaðu flugelda í garðinum».
Sigga Soffía verður með kynningu á starfi sínu, verkinu Eldblóm sem er staðsett í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Þar plantar hún árlega 850 mismunandi blómum, m.a gríðarstórum dalium og liljum. Einnig mun hún gefa okkur að smakka á vöru sinni, drykk sem unninn er úr Eldblómunum sjálfum.

Stjórn GÍ

Posted on

Spírur og heilsubót

Fræðsluerindi verður í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla), mánudaginn 24. mars kl. 19:30.

Katrín Halldóra Árnadóttir, stofnandi Ecospíra, ætlar að fræða okkur um spírur og gífurlegan heilsufarsávinning þess að neyta þeirra. Hvaða fræ eru best til spírurnar í heimaræktun, hvaða áhöld og búnað er gott að nota og hverju ber að huga að við spíruræktun, uppskeru og geymslu. 

Vissir þú að spírur losa bólgur úr líkamanum? https://www.ruv.is/oflokka-eldra-efni/viss-um-ad-haegt-se-ad-utryma-lifstilssjukdomum

Viðburðinum verður streymt og er slóðin

https://us06web.zoom.us/j/86721913293?pwd=8sLR1x8M8F7MoyqD4XLptAg6gUn5SZ.1

Meeting ID: 867 2191 3293
Passcode: 344002

Posted on

Vetrarsáning matjurta

Sýnikennsla: Hvað er vetrarsáning og hvernig stöndum við að henni?
Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Fanney Margrét Jósepsdóttir, formaður Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélagsins sýnir hvernig best er að standa að vetrasáningu matjurta. Farið verður yfir helstu kosti vetrarsáningar en einnig hvenær og fyrir hverju á að sá.
Þá ætlar hún að sýna einfaldar aðferðir sem allir geta prufað og framkvæmt heima.
Öll hjartanlega velkomin og erindið er ókeypis.