Fréttir
Aðalfundur GÍ 2023
Kæru félagar
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2023 verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl í húsi félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og áhugavert fræðsluerindi um blómaengi. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn félagsins skulu senda formanni félagsins upplýsingar um framboð sitt að minnsta kosti 16 dögum fyrir aðalfund á netfangið formadur@gardurinn.is.Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til beinnar þátttöku í starfsemi félagsins. Nánar auglýst síðar.
Bestu kveðjurStjórn GÍ [...]
Nýtt fræ bætist við í fræbankann
Fræbankanum barst nýlega fræ frá Rósaklúbbi Garðyrkjufélgasins. Fræið er innflutt frá Kanada. Auk þess barst bankanum svolítið af grænmetisfræi. Þar á meðal eru tvær tegundir af baunum, rauðrófur, smátómatar og skrautgrasker. Til að auðvelda leit að rósafræi má slái inn í leitargluggann orðið nýpa. Fræbankinn þakkar Rósaklúbbnum og gefendum fyrir þeirra framlag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fræi það sem af er ári og hefur afgreiðslan gengið hratt og vel. Frænefndin vill ítreka að mismikið magn er í boði af hverri tegund og að hver og ein pöntun má ekki innihalda fleiri en 40 tegundir.
Jafnframt hefur komið í ljós að vegan tæknilegs galla í tölvukerfi fræbankans var ekki hægt að panta nokkrar tegundir af lista fræbankans. Frænefnd biðst velvirðingar á þessu. Birtast þessi númer með nýju frænúmerúnum sem bætast við.
Númer fræjanna sem um ræðir eru birt hér að neðan:
1024 – 1032 – 0885 – 0775 – 0730 – 0576 – 0374 – 0216 1025 – 1033 – 0884 – 0774 – 0721 – 0570 – 0346 – 0200 1026 – 1034 – 0874 – 0770 – 0717 – 0531 – 0337 – 0169 1027 – 1035 – 0872 – 0776 – 0712 – 0500 – 0323 – 0113 1028 – 1036 – 0857 – 0767 – 0710 – 0471 – 0294 – 0110 1029 – 1037 – 0835 – 0764 – 0685 – 0466 – 0292 – 0107 1030 – 0810 – 0755 – 0659 – 0424 – 0288 – 0045 1031 – 0784 – 0750 – 0614 – 0420 – 0267 – 0032 0779 – 0749 – 0602 – 0410 – 0221 – 0021 0776 – 0731 – 0601 – 0405 – 0013 [...]
Vel heppnaður fræðslufundur
Þúsund þakkir fyrir komuna í gær kæru félagar🌼 Mætingin var með besta móti enda vorlegt í lofti☀️ Yfir 50 manns í salnum og 100 á netinu, sem reyndar sprengdi kerfið í augnablik🤣 Allt í góðu, kaffipásan og spjallið var dásamlegt🍀Stúlkurnar skiluðu sínu vel og ég lofaði að fylgja eftir því sem þurfti að leggja á minnið👍🏻 Vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum fyrirlestri, sjáumst í næsta mánuði í enn meiri fróðleik☺️Hjördís Rögn
🌼Sluis garden – síðan til að fletta upp hvernig þið sáið fræjunum sem voru í boði, setja númerið á pokanum í leit; https://www.sluisgarden.com/
🌼Jelitto – síðan til að finna út hvaða meðferð ýmis fræ þurfa, gott þegar þörf er á kulda/hitameðhöndlun en 15 er auðveldast🤣 Muna að skrá niður😉 https://www.jelitto.com/ [...]
Fræsáningar 28. febrúar
Þriðjudaginn 28. febrúar munu þær stöllur Anna Rún Þorsteinsdóttir og Sigríður Embla Heiðmarsdóttir garðyrkjufræðingar fara yfir grunnatriði sáninga í sal Garðyrkjufélagsins.Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær báðar töluverða reynslu af sáningu og ræktun fjölæringa sem og sumarblóma.Við erum viss um að allir geti lært sitthvað og uppskorið í kjölfarið blómlegt sumar.Verið öll hjartanlega velkomin kl. 20:00, það verður heitt kaffi á könnunni og kexkökur með.Fyrirlestrinum verður streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. [...]
Fræbankinn er nú opinn
Vefverslun fræbanka Garðyrkjufélgas Íslands er opinn frá og með 15. febrúar til 1. júní.
Til þess að kaupa fræ er farið í vefverslunina í valmyndinni hér að ofan.
Frænefnd G.Í. [...]
Ný stjórn kosin á aðalfundi
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands var haldinn 10. nóvember 2022. Á fundinum var auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kosinn nýr formaður og ný stjórn félagsins.
Þóra Þórðardóttir var kjörin formaður og ný í stjórn hlutu kosningu þau Hjördís Rögn Baldursdóttir, Vilhjálmur I. Sigurjónsson og Sigurbjörn Einarsson sem áður sat í varastjórn. Áfram situr í stjórn félagsins Konráð Lúðvíksson. Ekki þótti ástæða til að sleppa Guðríði Helgadóttur og Eggert Aðalsteinssyni alveg frá stjórnarstörfum og þau voru kjörin sem varamenn. Kristján Friðbertsson er áfram varamaður í stjórn. Ómar Valdimarsson hefur tekið að sér að ritstýra ársriti félagsins og tekur við því hlutverki af Björk Þorleifsdóttur og eru henni færðar þakkir fyrir ritstjórn síðustu ára. Skrifstofa félagsins er lokuð en minnum á símatíma á miðvikudögum milli kl. 13 – 15.
Aðalfundur GÍ 10.11.2022
Skýrsla formanns [...]
Boðað til Aðalfundar
Kæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands.
Aðalfundur GÍ verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 20 í sal félagsins í Síðumúla 1.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf
Grasagarðurinn í Kew í London – Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Önnur mál
Í framboði til stjórnar félagsins eru eftirfarandi:
Þóra Þórðardóttir, býður sig fram til formannsAðrir sem bjóða sig fram í aðalstjórn eru:Konráð LúðvíkssonSigurbjörn EinarssonHjördís Rögn BaldursdóttirVilhjálmur I. Sigurjónsson
Í varastjórn:Eggert AðalsteinssonKristján FriðbertssonGuðríður Helgadóttir
kveðja, Stjórn GÍ [...]
Aðalfundur, lokun skrifstofu, o.fl.
Til félaga í GÍ:
Skrifstofa Garðyrkjufélagsins verður lokuð frá og með föstudeginum 14. október.
Hægt er að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinn.is) og í síma tíma í síma 552 7721, kl. 13-15 á miðvikudögum (til að byrja með).
Fræbankinn er opinn og starfsemi klúbba og deilda helst óbreytt áfram.
Hvítlauk og lauk er verið að afhenda um þessar mundir til félaga á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar aðrar fréttir um slík. ATH: sækja þarf á skrifstofu félagsins á sérstaklega tilkynntum tímum til þess.
Gert er ráð fyrir að móttaka fræs fyrir fræbankann verði aðallega í gegnum póstþjónustu eins og verið hefur en ef um mikið magn er að ræða er rétt að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinnlis) og fá nánari leiðbeiningar. Vekjum einnig athygli á tengdri frétt og sniðmáti sem óskað er eftir að frægjafar noti: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/
Sem fyrr stefnir félagið á að vera með fræðsluerindi á vefnum og eftir atvikum í sal félagsins og verður dagskrá þess auglýst nánar síðar, meðal annars á facebook síðu félagsins. Þegar þetta er ritað er næsta erindi netfundur á Zoom þriðjudagskvöldið 18.okt. Þar mun Rannveig Guðleifsdóttir fjalla um haustlauka. Einnig er viðburður á degi kartöflunnar, sjá hér: https://gardurinn.is/vikan-kartoflur-hvitlaukur-og-haustlaukar/
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20, nánari dagskrá auglýst síðar.
Með félagskveðju
Stjórn GÍ [...]
Söfnum öllu fræi!
Haustið er aðal fræsöfnunartíminn fyrir flestar tegundir plantna. Þegar þetta er skrifað stendur einnig yfir sérstakt söfnunarátak á birkifræi. Við viljum hins vegar hvetja alla meðlimi Garðyrkjufélags Íslands til að vera dugleg að safna hinu ýmsa fræi. Sumt er sérlega gaman að rækta aftur en annað er tilvalið að senda inn í fræbanka félagsins. Tekið er við öllu fræi en lykilatriði að það sé þegar flokkað og hver poki/umslag vel merkt tegundinni sem um ræðir.
Algengast er að fræ sé sent til fræbankans með pósti, en í undantekningartilfellum er líka hægt að setja sig í samband við frænefnd (t.d. ef um mikið magn er að ræða) og mæla sér mót.
Hér fyrir neðan má sjá netfang fræbankans og dæmi um upplýsingar sem senda skal með fræinu. Henti það viðkomandi betur er einnig hægt að óska eftir eintaki af sniðmátinu á Excel formi. [...]
Vikan: Kartöflur, hvítlaukur og haustlaukar !
Nóg að gera í þessari viku ! 🙂
Fyrir þau ykkar sem hafið pantað hvítlauk og ekki enn sótt, þá verður hægt að sækja pantanir í Síðumúla 1 milli kl. 16 og 18, þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október.
Svo bendum við á að Rannveig Guðleifsdóttir verður með áhugaverðan Zoom fyrirlestur um huggulega og áhugaverða haustlauka á netfundi Garðyrkjufélags Íslands næstkomandi þriðjudag 18. október kl. 20. Ekki missa af þessu litríka og hressandi erindi.
Hér fylgir hlekkur á fundinn:
https://us06web.zoom.us/j/88320033517?pwd=aDBYd0dwbUJrc2FjNGlHaEZMdjNKZz09
Einnig bendum við á dag kartöflunnar í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 22. október kl. 11-13 nánar um viðburðinn:
Kartafla er ekki það sama og kartafla! Á Íslandi eru ræktaðar bleikar, dökkrauðar, skærgular, fjólubláar, svartar og jafnvel doppóttar kartöflur. Sumar eru ljúffengar á meðan aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði varðar en allar eiga það sameiginlegt að vera ræktaðar upp af kartöflufræjum.
Á fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október, bjóða Grasagarðurinn, áhugafólk um kartöfluræktun og Garðyrkjufélag Íslands til áhugaverðrar fræðslu um frækartöflur.
Áhugasömum býðst að koma og kynna sér þessa ótrúlega spennandi nýjung í íslenskri matjurtaræktun á milli kl. 11 og 13 þennan dag í garðskála Grasagarðsins.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin! [...]
– Félagsstarfið –
Starfið
Kostir þess að gerast félagi í Garðyrkjufélagi Íslands

- Fræðslufundir og námskeið eru snar þáttur í starfsemi félagsins
- Aðgangur að klúbbum félagsins, fræðslufundum klúbba og sérpöntunum klúbba erlendis frá
- Skipulagðar skoðunarferðir og reglulegar garðagöngur
- Frælisti sem félagsmenn geta pantað af – Plöntuskiptadagur félagsmanna – Garðyrkjuritið, ársrit félagsins
- Félagsskírteini veitir afslátt hjá garðplöntusölum og ýmsum öðrum fyrirtækjum
- Afsláttur í bókaverslun félagsins – Afsláttur af leigu 120 manna salar félagsins
- Leiga grenndargarða á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu
– Viðburðir –
Viðburðir