Fréttir

– Félagsstarfið –

Starfið
  • aðalfrétt / fréttir / tilkynningar27. október, 2022
    Boðað til AðalfundarKæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands. Aðalfundur GÍ verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 20 í sal félagsins í Síðumúla 1. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Grasagarðurinn í Kew í London – Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Önnur mál Í framboði til stjórnar félagsins eru eftirfarandi: Þóra Þórðardóttir, býður sig fram til formannsAðrir sem bjóða sig fram í aðalstjórn eru:Konráð LúðvíkssonSigurbjörn EinarssonHjördís Rögn BaldursdóttirVilhjálmur I. Sigurjónsson Í varastjórn:Eggert AðalsteinssonKristján FriðbertssonGuðríður Helgadóttir kveðja, Stjórn GÍ [...]
  • aðalfrétt / fréttir / Starfið / tilkynningar17. október, 2022
    Aðalfundur, lokun skrifstofu, o.fl.Til félaga í GÍ: Skrifstofa Garðyrkjufélagsins verður lokuð frá og með föstudeginum 14. október.  Hægt er að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinn.is) og í síma tíma í síma 552 7721, kl. 13-15 á miðvikudögum (til að byrja með).  Fræbankinn er opinn og starfsemi klúbba og deilda helst óbreytt áfram. Hvítlauk og lauk er verið að afhenda um þessar mundir til félaga á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar aðrar fréttir um slík. ATH: sækja þarf á skrifstofu félagsins á sérstaklega tilkynntum tímum til þess. Gert er ráð fyrir að móttaka fræs fyrir fræbankann verði aðallega í gegnum póstþjónustu eins og verið hefur en ef um mikið magn er að ræða er rétt að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinnlis) og fá nánari leiðbeiningar.  Vekjum einnig athygli á tengdri frétt og sniðmáti sem óskað er eftir að frægjafar noti: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/ Sem fyrr stefnir félagið á að vera með fræðsluerindi á vefnum og eftir atvikum í sal félagsins og verður dagskrá þess auglýst nánar síðar, meðal annars á facebook síðu félagsins. Þegar þetta er ritað er næsta erindi netfundur á Zoom þriðjudagskvöldið 18.okt. Þar mun Rannveig Guðleifsdóttir fjalla um haustlauka. Einnig er viðburður á degi kartöflunnar, sjá hér: https://gardurinn.is/vikan-kartoflur-hvitlaukur-og-haustlaukar/ Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20, nánari dagskrá auglýst síðar. Með félagskveðju Stjórn GÍ [...]
  • fréttir / tilkynningar19. september, 2022
    Skrifstofa lokuð Mán.d. 19.septATH. Vegna veikinda er skrifstofa félagsins lokuð, mánudaginn 19.september. [...]
  • aðalfrétt / fréttir / Starfið / tilkynningar31. ágúst, 2022
    Opinn félagsfundur: mið. 7. sep. kl. 20 /Lokað mán.d. 5.sept.Opinn félagsfundur hjá Garðyrkjufélagi Íslands í Síðumúla 1, miðvikudaginn 7. september kl. 20. (ATH að skrifstofa verður lokuð mánudaginn 5.sept) Tilgangur fundarins er ræða stöðu og framtíð félagsins og hvaða leiðir eru vænlegastar til að efla og styrkja starfsemina. Fundarstjóri verður Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ. Dagskrá fundarins: Staða félagsins, núverandi starfsemi, helstu verkefni og staða húsnæðismála. Þóra Þórðardóttir meðstjórnandi.Niðurstöður skoðanakönnunar – örstutt kynning. Kristján Friðbertsson, meðstjórnandi.Salur félagsins, viðhald og rekstur. Agnes Karen Ástþórsdóttir, rekstraraðili salarins.UmræðurSamantekt og fundarlok – Guðríður Helgadóttir Boðið verður upp á kaffi og kex á fundinum. Hlökkum til að sjá sem flesta! Stjórn Garðyrkjufélags Íslands. [...]
  • fréttir / Starfið / tilkynningar18. júní, 2022
    Sumarferð og sumarlokun skrifstofuSumarferðin í ár verður farin á Suðurlandið þriðjudaginn 26.júlí. Að vanda verða fögur svæði og garðar heimsótt og fer rúta frá skrifstofu félagsins í Síðumúla. Nánari upplýsingar von bráðar. Einnig minnum við á sumarlokun skrifstofu, fræbanka og vefverslunar en lokað er frá og með 1.júlí til 3. ágúst. [...]
  • aðalfrétt / fréttir / Starfið / tilkynningar16. júní, 2022
    Frestun aðalfundar og afsögn formannsFormaður félagsins, Lárus Sigurðsson, sagði af sér á vordögum og hefur Guðríður Helgadóttir varaformaður tekið við formannskeflinu fram að næsta aðalfundi. Eru Lárusi þökkuð góð störf í þágu félagsins og honum óskað velfarnaðar á sinni vegferð. Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur fundist nýtt formannsefni fyrir félagið. Eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að bjóða sig fram til formennsku í félaginu.Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofustjóra félagsins, Elínu Helgu Rink eða fulltrúa í stjórn félagsins. F.h. stjórnar, Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ [...]
  • aðalfrétt / fræðsla og kynning / fréttir / klúbbastarf / Starfið14. maí, 2022
    GARÐYRKJURIT/FÉLAGSSKÍRTEINI og ÓKEYPIS RÓSIRAf óviðráðanlegum ástæðum hefur prentun og útsending nýrra félagsskírteina sem og Garðyrkjuritsins tafist þó nokkuð í ár. Við vonumst þó til að hvoru tveggja rati til okkar úr prentvélunum hvað úr hverju og verður þá um leið sent til allra skuldlausra félaga. Myndin er tekin í Lystgarði Akureyrar rétt áður en snjó tók að falla í byrjun liðinnar viku og sést hér Fjallskógarlilja (Erythronium sibiricum) sem myndar þar afar fallega blómstrandi breiðu.(Höf: Kristján Friðbertsson ) Í fyrra bar nokkuð á því að sendingin væri að berast til fólks jafnvel 1-2 mánuðum of seint, af óskiljanlegum ástæðum. Til að spara félaginu pening, en ekki síst í von um að lágmarka slík vandræði stefnum við að því að bera sjálf út eins mikið og við mögulega getum. Skráðir félagar sem vilja aðstoða við dreifinguna, mega endilega hafa samband við skrifstofu félagsins ( gardurinn@gardurinn.is ) og er þeim sem nú þegar hafa haft samband hjartanlega þakkað fyrir. Við biðjum félaga að sjálfsögðu velvirðingar á þessum töfum og þökkum þolinmæðina. Skv okkar upplýsingum taka öll fyrirtæki sem afslætti veita enn við gamla skírteininu þar til hið nýja er komið í umferð. KartöflurEnn eru örfáar ósóttar pantanir á skrifstofunni og hvetjum við viðkomandi aðila til að endilega sækja sem fyrst, svo þetta dagi nú ekki uppi, eða fari jafnvel að skemmast á meðan beðið er. Ókeypis rósirÓðum styttist í hinn sívinsæla plöntuskiptadag í Reykjavík og vonandi verður hann haldinn víða í ár. Meðan hans er beðið er tilvalið að næla sér í ókeypis rósarunna! Rósaklúbbur GÍ ( facebook.com/groups/399986060113202 ) ætlar að hittast miðvikudaginn 18. Maí kl 17:00 í Rósagarðinum í Laugardal, skammt frá Grasagarðinum. Þar verða rósir klipptar, rótarskot fjarlægð og snyrt aðeins til. Ekki bara góð skemmtun, heldur frábær leið til að fræðast um rósir og meðhöndlun þeirra. Þeir sem taka þátt í verkinu fá að vanda að taka með sér rótarskot heim og eignast því nýja plöntu fyrir vikið. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í FB hóp rósaklúbbsins, sem vísað er í hér á undan. 18. maí er raunar Safnadagurinn og því tilvalið að skella sér svo í Grasagarðinn. Þar hefst t.d. fræðsluganga kl 20 um villtar erfðalindir nytjaplantna. – [...]
  • aðalfrétt / fréttir / Starfið / tilkynningar1. maí, 2022
    Rauðeik, útsæði og gróðurpokarHvenær sæki ég útsæðið sem ég pantaði? Pantanir eru sóttar á skrifstofu félagsins, síðumúla 1 (ath inngangur ármúlamegin) og er hægt að sækja á eftirfarandi tímum: Mán 2.maí kl 10-14 Mið. 4.maí kl 10-19 Fim. 5.maí kl 10-14 Hvað með rauðeikur og gróðurpoka? Miðvikudaginn 4.maí verður sérstök lengri opnun, t.d. fyrir þá sem ekki komast auðveldlega að sækja á milli 10 og 14. Forsvarsmenn Gróðurpokar  https://www.facebook.com/grodurpokar   verða á svæðinu milli 17 og 19 með kynningu og sölu á pokunum sem þau selja einmitt m.a. í verslun félagsins. Henta afskaplega vel undir ýmsa ræktun og stærri gerðirnar sérlega heppilegar fyrir kartöflur. Ræktunin verður meðfærilegri og hægt að rækta á svölum, gangstétt eða bílskúrsþaki þess vegna.  Akörn af rauðeik (Quercus rubra) kláruðust nánast samstundis og opnað var fyrir sölu í vetur, en frá 17-19 verða forsvarsmenn Trjáræktarklúbbsins einnig á svæðinu og munu selja rauðeik beint úr bökkum, til að styrkja sameiginlega trjáræktun.  Um ræðir plöntur sem voru ræktaðar inni í gróðurhúsi og eru því komnar vel af stað í vexti. Uppruni þessara plantna er frá Kanada og standa því vonir til þess að þeim muni ganga betur en annarri rauðeik, enda hefur ræktun hennar oft verið erfiðleikum háð hér. Seldar verða 5 eikarplöntur saman, sem fara þá beint úr bakka í poka við kaupin og þarf að koma þeim strax í potta eða álíka. Verð á 5 trjáplöntum saman er 3.000kr. og greiðist með korti á staðnum. Það má því búast við fjörlegri stund í sal félagsins á miðvikudags eftirmiðdaginn, þegar fólk hópast þangað til að sækja útsæði og kaupa sér eikur og gróðurpoka. (Myndin sem fylgir var tekin af Aðalsteini Sigurgeirssyni og sýnir muninn á haustlitum á sumareik og rauðeik.) [...]
  • aðalfrétt / fræðsla og kynning / Starfið18. apríl, 2022
    19.apríl: AfríkaVilmundur Hansen kemur í sal félagsins og fræðir okkur um ferð sína í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku. Það verður án efa litríkt og líflegt erindi sem höfðar til flestra, ef ekki allra 🙂 Athugið breyttan tíma frá því sem fyrst var auglýst. Erindið hefst kl 20 í sal félagsins þriðjudagskvöldið 19.apríl og verður einnig sent út samhliða í gegnum Zoom. Í kringum upphafstíma erindisins mun eftirfarandi hlekkur virkjast og veita aðgang að hinu beina Zoom streymi: https://us06web.zoom.us/j/86256738975?pwd=K28xQzZ2VXgxejF0dUF4cmF0SlQ4UT09 Myndin sem fylgir er tekin af Molly Beauchemin. Í næstu viku verður svo Ingólfur Guðnason með zoom-eingöngu erindi um jarðgerð í heimilisgarðinum, mánudaginn 25.apríl kl 20.  https://us06web.zoom.us/j/82699077037?pwd=bm9KcGlqbXcwaVU0YjlUR1c1bVV3QT09 og Halldór Sverrisson með erindi um Trjáheilsu í sal félagsins, sem einnig er stefnt að að senda út gegnum zoom samtímis, fimmtudaginn 28.apríl kl 20. https://us06web.zoom.us/j/89447229978?pwd=cW5FZ3JRajRTRTRWVG5rWnU1QVpZdz09 [...]
  • fræðsla og kynning / fréttir / Óflokkað / Starfið11. apríl, 2022
    Frá fuglum til AfríkuEinar Þorleifsson minnti okkur á, í erindi sínu í sal Garðyrkjufélagsins, að sumir farfuglar koma hingað til okkar alla leið frá Afríku. Það er því tilvalið að við færum okkur frá fuglunum og yfir til Afríku áður en sumarið kemur. Þriðjudag 19.apríl, kemur Vilmundur Hansen í heimsókn og ætlar að segja okkur frá heimsókn sinni í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku. Erindið fer fram í sal Garðyrkjufélags Íslands og verður því einnig streymt á netinu fyrir áhugasama. Notast verður við Zoom kerfið og rétt að taka fram að aðgangur félagsins leyfir einungis 100 gesti samtímis og erindið verður ekki endurtekið, né aðgengilegt eftir á. Það er því um að gera að mæta tímanlega hvort heldur sem er í salinn, eða á netinu. Þess má til gamans geta að ný röð garðyrkjuþátta “Ræktum Garðinn” hefur göngu sína í sjónvarpi Símans sumardaginn fyrsta. Þar sjáum við einmitt Vilmund á skjánum, ásamt Hafsteini Hafliðasyni. Vilmundur hjálpar okkur garðyrkjufólkinu því bæði að kveðja veturinn og taka á móti sumrinu. Sumardaginn fyrsta er líka opið hús í Garðyrkjuskólanum að Reykjum, svo við bæði kveðjum veturinn og heilsum sumrinu með glæsibrag! Viðburðarlýsinguna fyrir Vilmund í Afríku má finna hér: https://www.facebook.com/events/524121149223411 [...]
  • aðalfrétt / fræðsla og kynning / fréttir / Starfið23. febrúar, 2022
    Fræðslufundir hefjast á ný!Nokkrir frábærir aðilar úr hópi félagsmanna G.Í. og annarra vildarvina ætla að halda fyrir okkur fræðsluerindi um hin ýmsu málefni. Fyrirkomulagið verður að mestu hið sama og í fyrra: Mán/Þri/Mið/Fim kvöld kl 20, lengd ca 40-60 mín Til að byrja með verðum við einungis í fjarfundarkerfinu Zoom, en þegar nær dregur lokum mars mánaðar er stefnan að nokkur erindi verði haldin í sal félagsins og þá einnig send út yfir Zoom fyrir fjarstadda. Sérstakur zoom hlekkur verður fyrir hvert erindi fyrir sig og verður sett inn á viðeigandi “Facebook viðburð” á facebook síðu félagsins: www.facebook.com/gardurinn Einnig verða hlekkirnir settir á viðburðartilkynningarnar á vef félagsins www.gardurinn.is Nauðsynlegt er að hafa Zoom appið til staðar fyrirfram, en það er hægt að sækja á netinu frítt. Leyfistakmarkanir félagsins gefa okkur að hámarki kost á að hafa 100 gesti í einu. Það dugar oftast til, en þó hafa komið tilfelli þar sem færri komast að en vildu. Ekki er gert ráð fyrir endurtekningum eða upptökum á erindum og því er rétt að minna fólk á að tengja sig inn stundvíslega til öryggis. Stefnt er að því að gera hvern fund virkann 5-10mínútum áður en hann hefst og er þá hægt að tengja sig inn. Fyrstu 2 erindin eru á sitt hvoru tungumálinu: Miðvikudagur 23.febrúar kl 20:00Sáning og forræktun sumarblóma og matjurtaGuðríður Helgadóttir Fimmtudagur 24.febrúar kl 20:00Growing plants from seed in Iceland (á ensku)Rannveig Guðleifsdóttir Athugið að síðari fundurinn fer fram á ensku og er sérstaklega beint að þeim sem hafa íslensku ekki að móðurmáli og/eða treysta sér frekar til að fylgjast með á ensku. Efnistök beggja verða þó um margt svipuð, en sá síðari leggur mögulega aðeins meiri áherslu á atriði sem koma þeim til góðs sem vanari eru ræktun erlendis, við aðrar aðstæður. Endilega fylgist vel með á facebook síðu félagsins: www.facebook.com/gardurinn þar sem enn eru að bætast við erindi og ávallt er mögulegt að einhverjar dagsetningar geti breyst vegna forfalla. Næstu 3 viðburðir eins og er: Fim. 3. mars kl 20:00Vetrarumhirða pottaplantnaSigrún Eir Mið 9.mars kl 20:00Sveppir í garðinumGuðríður Gyða Eyjólfsdóttir Fim 10.mars kl 20:00Trjá- og runna klippingarÁgústa Erlingsdóttir Meðal þeirra sem eru síðar á dagskrá, má nefna Auði Ottesen, Sigurð Arnarson, Maja Siska, Fræmeistara og frænefnd Garðyrkjufélagsins, Svein Þorgrímsson, Vilmund Hansen, Konráð Lúðvíksson, Sigurð Guðmundsson o.fl. Við hvetjum að sjálfsögðu alla félaga til að nýta þessi tækifæri og njóta góðvildar, reynslu og þekkingu þessa góða fólks, sem við kunnum afar miklar þakkir fyrir. [...]
  • fræðsla og kynning / fréttir / klúbbastarf17. nóvember, 2021
    2. Fræðslufundur Rósaklúbbsins, 18.nóv 20212. FræðslufundurRósaklúbbs Garðyrkjufélagsins 2021Fer fram fimmtudaginn 18. nóvember, 2021 kl 20:00 – 22:00 Dagskrá Blómstrandi runnar og tré, hvað gengur vel á Íslandi.Steinunn Garðarsdóttir er sérfræðingur í umhverfisskipulagi. Hún hefur komið aðfjölbreyttum gróður rannsóknum innan Landbúnaðarháskóla Íslands samhliðaMS námi í náttúru- og umhverfisfræði. Hún kennir nú plöntunotun fyrir nemendur í landslagsarkitektúr og skógfræði við Landbúnaðarháskólann.Kaffihlé  Rósaræktun Lene Grönholm.Lene Grönholm er finnsk og hefur bæði reynslu af rósarækt í Finnlandi og á Íslandi. Niðurstöður ljósmyndasamkeppni Rósaklúbbsins,hér verða kynnt úrslit í ljósmyndakeppninni sem nú er í gangi. Kaffigjald er 200 kr og við munum fara eftir þeim sóttvarnarreglum sem gilda á fundardag. Fundinum verður einnig dreift á zoom. Tengill sendur þegar nær dregur [...]
  • aðalfrétt / fréttir / tilkynningar13. júní, 2021
    Lokað í júlí – “síðasti sjens”…  Við minnum á að skrifstofa félagsins er að vanda lokuð í Júlí. Hið sama á því við um vefverslunina, þ.m.t. fræbankann. Ef þið eigið eftir að panta eitthvað sem vantar fyrir ágúst, eða eigið erindi við skrifstofuna, þá er um að gera að drífa í því núna. Jafnvel hægt að hafa augun opin hvort afsláttur verði af bókum núna í júní…    [...]
  • aðalfrétt / fréttir / Starfið / tilkynningar9. maí, 2021
    Aðalfundi FrestaðAf óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi Garðyrkjufélags Íslands, sem vera átti 31.maí, frestað um óákveðinn tíma. Stjórn GÍ. [...]
  • aðalfrétt / fréttir / tilkynningar18. apríl, 2021
    Aðalfundi G.Í. frestaðÁkveðið hefur verið að fresta aðalfundi Garðyrkjufélags Íslands sem boðaður hafði verið 26. apríl. Ekki er hægt að halda fjölmenna fundi að svo stöddu.  Fundurinn verður haldinn um leið og þess verður kostur. Stjórn GÍ [...]
  • aðalfrétt / fréttir / tilkynningar24. mars, 2021
    Aðalfundur GÍ 26. aprílAðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2021 verður haldinn  mánudaginn 26. apríl  næstkomandi í húsi félagsins að  Síðumúla 1 í Reykjavík. Að sjálfsögðu verður ávallt miðað við þær sóttvarnarreglur sem þá verða í gildi og er þetta því birt með fyrirvara um þær. Fundurinn hefst kl. 19:30.Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf; lagabreytingar; stefnumótun. Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til  trúnaðarstarfa fyrir félagið á aðalfundinum eða fyrir hann. Nánar auglýst síðar.Stjórn GÍ [...]
  • fræðsla og kynning / fréttir19. mars, 2021
    Röð fræðslukvölda GÍ á netinuÁ næstu vikum gengst Garðyrkjufélagið fyrir röð opinna fræðslufunda um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Fróðasta fólk GÍ stýrir þessum fundum og verður til svara um hvaðeina sem upp kann að koma. Þessir fundir verða um fjarfundabúnað (Zoom) og eru öllum opnir. Fyrir hvern fund birtir félagið slóðina inn á hvern fund á heimasíðu sinni (www.gardurinn.is) og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn). Þaðan verður einfalt og auðvelt að hefja þátttöku. Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa í 30-45 mínútur.   Efni Dags Umsjón – málshefjandi Sáning fjölæringa og sumarblóma 25/3 Guðríður Helgadóttir Forræktun matjurta 29/3 Konráð Lúðvíksson Trjá- og runnaklippingar 30/3 Ágústa Erlendsdóttir Vetrarstiklingar 6/4 Eggert Aðalsteinsson Umpottun pottaplantna 8/4 Guðríður Helgadóttir Sáning runna- og trjáfræja 13/4 Sveinn Þorgrímsson Íslenskar plöntur í heimagarðinn 4/5 Guðríður Helgadóttir Pöddur (góðar og vondar) inni og úti 11/5 Bryndís Björk Reynisdóttir [...]
  • fréttir / tilkynningar25. maí, 2020
    Aðalfundur GÍ á miðvikudagskvöldið 27.maíFræðsluerindi um þátttöku almennings í garðrækt, umhverfisvernd og endurvinnslu Minnt er á aðalfund Garðyrkjufélags Íslands á miðvikudagskvöldið 27. maí, kl. 19:30 í húsi félagsins í Síðumúla 1. Aðalfundardagskráin sjálf verður hefðbundin (venjuleg aðalfundarstörf, kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna) en í lokin verður fjallað um stórt verkefni sem félagið er að vinna að í félagi við nokkrar deildir sínar út um land. Málshefjandi verður Sveinn Þorgrímsson verkfræðingur, stjórnarmaður í GÍ. Þetta verkefni snýr að aukinni þátttöku almennings í garðrækt, umhverfisvernd og endurvinnslu. Áhersla er lögð á að tengja garðrækt við hringrásarhagkerfið og sjálfbæra þróun. Verkefnið nýtur stuðnings Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Byggt er á sérstöðu félagsins sem er grasrótarhreyfing um ræktun, með vísan til þess grunnstarfs sem fer fram um land allt með ræktun garð- og matjurta, almennri garðrækt, trjá- og skógrækt og hvers konar yndisræktun sem almenningur hefur fundið innri þörf til að sinna af alúð og kostgæfni. Tilgangurinn er að styrkja grasrót almennings sem fyrst og fremst styður við umhverfis- og loftslagsmál af lítillæti. Fjórar deildir Garðyrkjufélagsins taka þátt í verkefninu – þ.e. deildirnar á Fljótsdalshéraði, í Reykjanesbæ, Fjallabyggð (Ólafsfirði) og Skagafirði og hafa verið skipulagðir fundir/námskeið á þessum stöðum í byrjun júní. Minnt er á að frá og með mánudegi 25. maí mega allt að 200 manns koma saman.    [...]
  • fréttir / tilkynningar15. maí, 2020
    Aðalfundur GÍ 27. maíAðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2020 verður haldinn kl. 20 miðvikudaginn 27. maí næstkomandi í sal félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík.     Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráherra mega allt að 200 manns koma saman í einu eftir 25. maí og skal gæta að ’tveggja metra reglunni’ eftir því sem við verður komið.     Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í kraftmiklu starfi félagsins.   Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og ritara Skýrsla stjórnar og starfsnefnda GÍ  Reikningar lagðir fram og skýrðir Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga Ákvörðun félagsgjalds Lagðar fram tillögur um lagabreytingar Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda Önnur mál   Stjórnin.  [...]
  • fræðsla og kynning / Fræðsla-frænefnd23. mars, 2020
    Sáning og uppeldi birkifræs í glugganum heimaMyndin er fengin úr kennslumyndinni “Sáning birkifræja” eftir Stein Kárason https://vimeo.com/28150471 Að ala upp plöntur í eldhús- eða stofuglugga getur ekki talist besti kostur sem völ er á og hefur reynst mörgum erfitt. Ræktun í gróðurhúsi eða gróðurskála er mun auðveldari en krefst engu að síður natni. Margir ræktendur hafa ekki kost á að ala upp í gróðurskála eða gróðurhúsi en vilja engu síður spreyta sig við uppeldi trjáplantna og því ekki að reyna eldhúsgluggann? Birkifræið Birkifræið er að jafnaði þroskað um mánaðarmótin september – október og hangir fræið á plöntunum fram yfir miðjan október, jafnvel lengur ef tíð er góð.Safnið birkifræi af heilbrigðum trjám. Takið væna, heila rekla, ekki þá sem eru litlir eða afmyndaðir. Tínið frá blöð og stilka, sem slæðast kunna með, og þurrkið fræið við stofuhita í 3 – 4 daga t.d. í þunnum flekki á dagblaði. Þegar heilir reklar hrynja í sundur við átöku er fræið þurrt. Það má síðan geyma í bréfpoka, helst á köldum og þurrum stað. Birkifræið er örsmá hneta með allbreiðum væng og er allt að ein- og hálf milljón fræja í kílói. Algeng spírun er 50%, jafnvel minna. Fræið tapar spírunarhæfni í geymslu og því er vissara að nota ekki eldra fræ en 2.-3 ára. Ef of miklu fræi er safnað, er tilvalið að deila með öðrum félögum, eða t.d. senda inn til fræbanka félagsins. Sjá nánar hér: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/ Moldin Sáðmold þarf að vera myldin og með hæfilegt magn næringarefna. Hægt er að kaupa tilbúna sáðmold í verslunum. Ekki er nauðsynlegt að sá í sérstaka sáðbakka, heldur má notast við nær hvaða ílát sem er, t.d. undan ís eða skyri, svo framarlega sem stungin eru göt í botninn og framræsla vatns tryggð. Bakkinn er fylltur upp með sáðmold þannig að nokkrir millimetrar eru upp að brún. Þjappað er létt á moldina. Ef það er gert of fast fer súrefni úr moldinni og spírun gengur verr, en ef moldin er óþjöppuð, eða ekki nægilega þjöppuð er hætta á að fræ liggi laus ofan á moldinni og nái síður tengslum við jarðveginn. Sáning Sáið um eða eftir miðjan maí. Fræinu er dreift sem jafnast yfir moldina og til þess að auðvelda jafna dreifingu má blanda hveitiklíði saman við, 2-3 sinnum magn birkifræsins. Hæfilegt er að gera ráð fyrir um 50 spíruðum fræjum í bakka sem er 20×30 sentimetrar að flatarmáli, en sú stærð hentar vel í venjulega gluggakistu. Sé spírunarhlutfall 50%, sem oft er hjá birki, má hæglega sá 100 fræjum í bakka af þeirri stærð en í einu grammi af birkifræi eru um 900 – 1400 fræ. Sé spírunarhlutfall hærra en 50 % er rétt að fækka sáðum fræjum sem því nemur. Um 1-2 millimetra þykku lagi af vikri eða sandi er sáldrað yfir fræin, þannig að rétt sjáist í þau.Með þessu móti helst raki í moldinni og að fræinu, en raki er eitt af lykilatriðum til að spírun takist. Merkja skal sáningu með upplýsingum um t.d. tegund, uppruna fræs og dagsetninu sáningar  Vökvað Að svo búnu er moldin vökvuð og er best að vökva neðan frá í gegnum göt á sáðbakkanum. Ef vatni er hellt yfir bakkann, þéttist moldin og súrefni í henni minnkar, auk þess sem fræin geta skolast til ef ekki er farið varlega. Best er að leggja bakkann í vask eða bala með volgu vatni og láta hann standa þar í nokkrar mínútur, eða þar til sáldrið hefur dökknað. Þá er sáðbakkanum komið fyrir í gluggakistu, helst í vesturglugga, og hvítt plast lagt yfir, en við það helst rakinn betur í moldinni. Gott að lofta um moldina einu sinni á dag og er þá plastið tekið af í nokkrar mínútur. Moldin má hvorki verða of þurr né blaut en vökvun krefst mikillar umhyggju og er eitthvert vandasamasta verkið í uppeldinu. Fræið má aldrei þorna meðan á spírun stendur. Árangur sést eftir nokkra daga Birkifræ spírar eftir 10-15 daga við um 20 stiga hita. Þegar megnið af fræjunum hefur spírað er plastið tekið af bakkanum og þá fer birta að skipta plönturnar mestu máli. Þær teygja sig í átt að ljósi og því er mikilvægt að láta þær standa þar sem þær njóta góðrar birtu. Markmiðið er ekki að fá langar spírur, heldur þétta og laufgaða plöntu. Nýspíruð fræ mega ekki standa í sterku sólarljósi og er því nauðsynlegt að skyggja örlítið á viðkvæmar plöntur ef sáðbakki er staðsettur í suðurglugga. Það má gera t.d. með því að festa dagblað á glerið á glugganum og draga þannig úr mestu birtunni. Best er að plönturnar séu í vesturglugga ef kostur er. Fljótlega eftir spírun myndast tvö lítil laufblöð, sem nefnd eru kímblöð. Í kjölfarið stækka smáplönturnar og laufblöðum fjölgar. Þá þarf að dreifplanta, til að auka vaxtarrými hverrar plöntu. Vaxtarými aukið Á þessu stigi má notast við venjulega, næringarríka gróðurmold. Notið stærri sáðbakka og fyllið hann næstum. Hafið þó borð á svo að vatn flæði ekki út við vökvun. Grafið litla holu í moldina, t. d. með teskeið. Síðan eru plönturnar teknar varlega upp úr sáðbakkanum og þeim komið fyrir, með gætni, í nýja pottinum. Gætið þess að rótarkerfið bögglist ekki við gróðursetningu. Það getur haft slæm áhrif fyrir vöxt og viðgang plöntunnar síðar meir. Bil á milli plantna í sáðbökkum er hæfilegt 5-6 sm. Einnig má nota litla blómapotta 4-6 sentímetra og er þá ein planta sett í hvern pott. Þörf fyrir birtu minnkar ekki en plönturnar hafa nú gott af ögn lægri hita ef mögulegt er. Annars geta þær orðið linar og þróttlitlar. Á þeim árstíma, þegar hætta á næturfrosti er liðin hjá, má fara að venja smáplönturnar við þær aðstæður sem þær munu búa við næstu árin. Ekki má gera það of hastarlega og er því gott að byrja á því að láta plöntunar út á daginn á skjólgóðan stað, nokkra tíma í senn. Tíminn er svo lengdur smám saman þar til plöntunar eru settar alveg út, en það getur tekið 1-2 vikur. Fyrstu nætunar úti getur verið æskilegt að hylja plönturnar með trefjadúk (akríldúk) eða plasti á skjólgóðum stað í garðinum. Plöntunar eru aldar upp, t.d. í vermireit, til næsta vors og jafnvel lengur, allt eftir stærð ræktunaríláts. Samantekt:Auður Jónsdóttir. Kristinn H. Þorsteinsson [...]
  • klúbbastarf3. október, 2019
    Ljósmyndakeppni Rósaklúbbsins 2019„Efla alla þá menningu sem vegsamar rósir “ Nú stendur yfir ljósmyndakeppni Rósaklúbbsins 2019. Skilafrestur á myndum til 31. október.   Aðeins skráðir félagar í Rósaklúbbnum geta tekið þátt en allir félagar í Garðyrkjufélagi íslands geta orðið félagar í Rósaklúbbnum. Það er hægt að nálgast upplýsingar og skrá sig í Rósaklúbbinn í gegnum netfangið: gardyrkjufelag@gardurinn.is [...]

Kostir þess að gerast félagi í Garðyrkjufélagi Íslands

  • Fræðslufundir og námskeið eru snar þáttur í starfsemi félagsins
  • Aðgangur að klúbbum félagsins, fræðslufundum klúbba og sérpöntunum klúbba erlendis frá
  • Skipulagðar skoðunarferðir og reglulegar garðagöngur
  • Frælisti sem félagsmenn geta pantað af – Plöntuskiptadagur félagsmanna – Garðyrkjuritið, ársrit félagsins
  • Félagsskírteini veitir afslátt hjá garðplöntusölum og ýmsum öðrum fyrirtækjum
  • Afsláttur í bókaverslun félagsins – Afsláttur af leigu 120 manna salar félagsins
  • Leiga grenndargarða á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu

– Viðburðir –

No content has been found here, sorry 🙂

Mest selt