
Næstu heilsubótar- og fræðslugöngur Garðyrkjufélagsins í tilefni af 140 afmæli félagsins verða gengnar þann 8. júlí. Þær eru tvær talsins og eru:
Kópavogur – Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs og Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs leiða göngu um Guðmundarlund í Kópavogi. Gangan er einnig hluti af afmælisdagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Kópavogsbæjar og er hún í samstarfi við Skógræktarfélag Kópavogs. Mæting er á bílastæðinu við innganginn og hefst gangan kl. 17.
Mosfellsbær – Heiða Ágústsdóttir, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar leiðir göngu um Álafosskvosina í Mosfellsbæ. Mæting er við Álafossbúðina og hefst gangan kl. 17.
Hver ganga tekur um klukkustund og eru göngurnar öllum opnar.
Bestu kveðjur frá Garðyrkjufélaginu.