Posted on

Aðalfundur GÍ 2025

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl nk. kl. 19:30 í sal GÍ að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Dagskrá aðalfundar:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar GÍ
  4. Reikningar lagðir fram og skýrðir
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  6. Reikningar bornir upp til samþykktar
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Tillögur um lagabreytingar, umræður og atkvæðagreiðsla
  9. Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda
  10. Tillögur til ályktunar aðalfundar, umræður og atkvæðagreiðsla
  11. Önnur mál

Framboð til stjórnarkjörs: Til varaformanns Hjördís Rögn Baldursdóttir, meðstjórnendur Björn Ingi Stefánsson og Íris Stefánsdóttir.
Engar lagabreytingatillögur liggja fyrir né heldur ályktanir aðalfundar frá stjórn.

Að loknum aðalfundarstörfum verður fræðsluerindi; Sigríður Soffía Níelsdóttir: «Ræktaðu flugelda í garðinum».
Sigga Soffía verður með kynningu á starfi sínu, verkinu Eldblóm sem er staðsett í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Þar plantar hún árlega 850 mismunandi blómum, m.a gríðarstórum dalium og liljum. Einnig mun hún gefa okkur að smakka á vöru sinni, drykk sem unninn er úr Eldblómunum sjálfum.

Stjórn GÍ