
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl nk. kl. 19:30 í sal GÍ að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Að loknum aðalfundarstörfum verður fræðsluerindi; Sigríður Soffía Níelsdóttir: «Ræktaðu flugelda í garðinum».
Dagskrá aðalfundar:
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar GÍ
- Reikningar lagðir fram og skýrðir
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
- Reikningar bornir upp til samþykktar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Tillögur um lagabreytingar, umræður og atkvæðagreiðsla
- Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda
- Tillögur til ályktunar aðalfundar, umræður og atkvæðagreiðsla
- Önnur mál
Framboð til stjórnarkjörs: Til varaformanns Hjördís Rögn Baldursdóttir, meðstjórnendur Björn Ingi Stefánsson og Íris Stefánsdóttir.
Engar lagabreytingatillögur liggja fyrir né heldur ályktanir aðalfundar frá stjórn.
Stjórn GÍ