Posted on

Heilsubótar- og fræðslugöngur 22. júlí

Enn halda heilsubótar- og fræðslugöngur Garðyrkjufélagsins áfram enda er allt árið 2025 tileinkað 140 ára afmæli félagsins.

Þriðjudaginn 22. júlí verða tvær göngur og eru þær þessar:

HafnarfjörðurSteinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar leiðir göngu um Höfðaskóg við Hvaleyrarvatn. Mæting er í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg og hefst gangan kl. 17.

TálknafjörðurLilja Magnúsdóttir, skógfræðingur leiðir göngu um í skógræktina í Tálknafirði. Mæting er við tjaldstæðið í Tálknafirði og hefst gangan kl. 17.

Hver ganga tekur um það bil klukkustund og eru þær öllum opnar.

kveðja, GÍ