
Næsta heilsubótar- og fræðsluganga Garðyrkjufélagsins í tilefni af 140 ára afmæli félagsins verður gengin þann 15. júlí.
Hveragerði – Árný Guðfinnsdóttir, garðyrkjustjóri Hveragerðisbæjar, leiðir göngu um Lystigarðinn og nágrenni hans í Hveragerði. Mæting er við innganginn í Lystigarðinn og hefst gangan kl. 17.
Gangan tekur um klukkustund og er öllum opin.
Bestu kveðjur frá Garðyrkjufélaginu.