Posted on

Njarðvíkurskógur

Þann 24. júní síðastliðinn leiddi Berglind Ásgeirsdóttir, garðyrkjustjóri Reykjanesbæjar, heilsubótar- og fræðslugöngu um Njarðvíkurskóg. Njarðvíkurskógur er fjölbreytt og áhugavert útivistarsvæði í útjaðri Njarðvíkur (Reykjanesbæjar). Góðmennt var í göngunni enda blíðskaparveður. Garðyrkjufélagið þakkar göngustjóra fyrir leiðsögnina og gestum fyrir komuna.