
Krókusar, vetrargosar, túlípanar og páskaliljur – gleðigjafar garðsins að vori!
Komdu í leiðsögn með garðyrkjufræðingum Grasagarðsins þar sem fjölbreytt úrval haustlauka er skoðað.
Fjallað verður um:
• Hvernig og hvenær á að gróðursetja haustlaukana
• Hversu djúpt þeir eiga að fara í jarðveginn
• Hvernig á að velja lauka sem henta vel saman í beð
• Ráðleggingar um litaval, blómgunartíma og samsetningu fyrir fallegt vor
Leiðsögnin hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af garðyrkju.
Við byrjum við aðalinngang Grasagarðs Reykjavíkur kl. 11, laugardaginn 4. október.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!