Garðyrkjuritið er flaggskip Garðyrkjufélagsins og hópur félagsmanna er með það í huga allt árið um kring. Nú er til að mynda verið að ígrunda efni í ritið fyrir næsta ár enda er núna tíminn til að taka myndir og leggja hjá sér minnismiða um forvitnilegt efni í næsta rit.
Við hvetjum félaga til að gera efni úr minnismiðunum og ljósmyndunum sem eru teknar á þessu sumri og hafa samband við félagið um hugsanlegt efni.
Sendið okkur póst á gardurinn@gardurinn.is og við höfum þá samband og leggjum á ráðin um efnistökin. Hafið engar áhyggjur af ritfærni eða slíku – hjá okkur er fólk sem getur auðveldlega hjálpað til.
- aðalfrétt
 - Fræbankinn
 - fræðsla og kynning
 - Fræðsla-frænefnd
 - fréttir
 - Klúbbar-listi
 - klúbbastarf
 - Pistlar
 - Starfið
 - tilkynningar
 - UM GÍ
 - Uncategorized @da