
Fyrstu garðaskoðanirnar, s.l. mánudag,heppnuðust frábærlega í ljómandi góðu veðri og við þökkum kærlega fyrir okkur
Nú líður að næstu tveimur, en þær verða þriðjudaginn 16. júlí á tímabilinu 16—18.
Alda og Derek munu taka á móti okkur í verðlaunagarði sínum að Hjallabrekku 6 í Kópavogi.
Lilja Sigríður mun taka á móti okkur að Grundargerði 7 í Reykjavík.
Gleðilega garðaskoðun! Sjáumst á þriðjudag