Posted on

Síðasti afgreiðsludagur hvítlauks

Eitthvað er enn ósótt af hvítlaukspöntunum. Opið verður fyrir afhendingu mánudaginn 13. okt. nk. frá 16:30-19:00 í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla). Við hvetjum fólk til að draga ekki lengur að sækja hvítlaukinn. Skrifstofa GÍ er opin á miðvikudögum frá 10-14.
Mögulegt er að senda þeim sem þess óska laukinn í pósti, en þá verður viðkomandi að greiða póstburðargjaldið.

Eitthvað er enn til af flestum tegundum og verður það selt í lausasölu á afgreiðslutímum.