Aquilegia vulgaris ‚Woodside Varigated‛ – Skógarvatnsberi ‚Woodside Varigated‛
250kr.
Fjölær. Allt að 70 cm á hæð. Vatnsberi ‚Woodside Varigated‛ er með ljósbleik fyllt blóm og tvílit lauf grænt og gult/hvítt. Þrífst best í venjulegri garðamold vel framræstri. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þess ekki óskað er ráðlegt að klippa blómstöngla af að blómgun lokinni. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.
På lager