Udgivet i

Garðyrkjuspjall og kaffi

Salur Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla)
Þriðjudaginn 20.janúar
Klukkan 19:30

Við ætlum að byrja þetta dásemdar ár á huggulegu garðyrkjuspjalli með Gurrý okkar og auðvitað mun hún baka “meter af marengs” fyrir kvöldið🎂 Við ætlum að láta okkur dreyma um vorið og ræða hvaða spennandi viðfangsefni við ætlum að reyna í garðinum þetta árið ☺️ Einnig munum við skerpa á áherslum og hugmyndum fyrir viðburði framundan. Hjálpið okkur að búa til fjölbreytta viðburðardagskrá! Hittumst kæru félagar og eigum ljúfa stund saman!