Udgivet i

Sveppatínsla á Hólmsheiði

MATSVEPPAFRÆÐSLA🍄‍🟫🍄‍🟫🍄‍🟫 

Við minnum á viðburðinn okkar núna á mánudaginn 26. ágúst þar sem hún Helena Marta ætlar að fræða okkur um matsveppi. Mæting kl.17 á Hólmsheiði(sjá kort)👍🏻 

Takið með ykkur körfu, tau- eða bréfpoka, hníf og sveppabók ef þið eigið slíka👌🏻 

Keyrið út úr bænum við Norðlingarholt og takið fyrstu beygju til vinstri merkt Nesjavallaleið. Svo takið þið aftur vinstri beygju áður en þið komið að fangelsinu. Hlökkum til að hitta ykkur sem flest🍄‍🟫

Udgivet i

Matsveppir

Kæru félagar

Nú er matsveppatíðin hafin🍄‍🟫🍄‍🟫🍄‍🟫 

Mánudaginn 26.ágúst kl. 17-19
Hólmsheiði (nánari staðsetning síðar)

Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur hjá Landi og skógum ætlar að fræða okkur um hverju ber að horfa eftir en einnig hvað ber að varast þegar við tínum matsveppi. Við förum svo öll með eigin körfu eða ílát út í skóg og gott er að hafa góðan hníf meðferðis. Í lokin tökum við spjall og berum saman hvað við fundum.

Udgivet i

Garðaskoðun í Mosfellsbæ

Kæru félagar  

María og Erich ætla að vera svo elskuleg að taka á móti okkur í ævintýragarðinum sínum í Mosó, fimmtudaginn 15. ágúst milli kl. 16 og 18. 

👉🏻Heimilisfangið er Hamarsteigur 5. 

Eftirlæti þeirra eru fjölæringar. Það sést á opnu svæðunum sem umlykja húsið að grænir fingur þeirra hafa ekki stöðvast við lóðarmörkin. 

Verið velkomin í garðaskoðun í Mosó á fimmtudaginn! 

Fyrir hönd Garðyrkjufélags Íslands, 
Hjördís Rögn viðburðarstjóri

Udgivet i

Sumarferð Eyjafjarðardeildar

Sumarferðin 11. ágúst, 2024

Farðið verður í rútu og fyrsta stopp er Dalvík þar sem skoðaðir verða einkagarðar. Eftir það höldum við inn í Svarfaðardal og heimsækjum garðyrkjubændurna að Syðra Holti. Keyrum síðan hringinn í Svarfaðardal og komum við að Völlum og Hánefsstaðaskógi. Ef tími gefst til verður komið við á fleiri stöðum.

Fararstjóri er Þórarinn Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal.

Brottför kl. 10.00 frá Verkmenntaskólanum (bílastæðið norðan við skólann) og áætluð heimkoma um kl. 17.00.

Ferðin er ætluð félagsmönnum í Eyjafjarðardeild GÍ og gestum þeirra.

Verð er 7.000.- fyrir hvern einstakling. Innifalið í því er rúta og hádegisverður (súpa, salat og brauð) að Syðra Holti.

Skráning er opin þar til á fimmtudagskvöld, 8. ágúst og fer fram með því að tilkynna þátttöku hér neðan við á fésabókarsíðunni eða í símanúmarið: 845-0203 (Helen).  Jafnframt þarf að greiða inn á reikning félagsins: 0566-05-444292;  kt: 431008-2030

Udgivet i

Garðaskoðun á Selfossi

Kæru félagar,

Nú er komið að þriðju garðaskoðun sumarsins.

Tveir garðar verða opnir á Selfossi föstudaginn 26. júlí milli klukkan 15:00 og 18:00

Opinn garður hjá Svölu að Kirkjuvegi 19, (rétt við miðbæinn). Um er að ræða garð þar sem aldar eru býflugur (Apis mellifera) og ræktunin tekur að einhverju leyti mið af því. Helst ekkert fer úr garðinum, allt er notað til uppgræðslu. Nokkur haugbeð eru í garðinum en Svala gefur okkur góð ráð um nýtingu. Nýgerð molta (frá í maí úr Bokashi og spæni) til sýnis, hitastigsmælingar og innihaldslýsingar á spjaldi. Allavegana 4 tegundir af sýrenum, fleder (svartyllir), toppar og japanskir hlynir. Lággróður t.d. jarðarber, hnoðrar, dvergavör og fleira nýtist í beðum ásamt kurli til að verjast arfa. 

Einnig verður opinn tilraunagarður Emblu (Gardalif.is) hjá foreldrum hennar að Engjavegi 67. Þar hefur hún safnað fjölærum tegundum frá því áhugi vaknaði á þeim árið 2013. Nú eru tegundirnar orðnar 135. Garðurinn er með villt yfirbragð sem fær takmarkaða umhirðu. Sú regla hefur verið sett að ekkert fer út úr garðinum og því hafa ýmsar leiðir verða prófaðar til að nýta afurðir hans. Þetta er fullkominn tími að sjá garðinn þar sem flest er í blóma á þessu tímabili. 

Hér getum við svo sannarlega lært sitthvað🌻 

Verið velkomin til Svölu og Emblu á Selfossi☀️

Udgivet i

Garðaskoðanir 16. júlí n.k.

Fyrstu garðaskoðanirnar, s.l. mánudag,heppnuðust frábærlega í ljómandi góðu veðri og við þökkum kærlega fyrir okkur 😉

Nú líður að næstu tveimur, en þær verða þriðjudaginn 16. júlí á tímabilinu 16—18.

👉🏻Alda og Derek munu taka á móti okkur í verðlaunagarði sínum að Hjallabrekku 6 í Kópavogi.

👉🏻Lilja Sigríður mun taka á móti okkur að Grundargerði 7 í Reykjavík. 

Gleðilega garðaskoðun! Sjáumst á þriðjudag☀️

Udgivet i

GARÐASKOÐUN 2024🌱🌼🌳 

Laburnum alpinum - Fjallagullregn

Kæru félagar 

Nú fer að líða að því að fyrsta garðaskoðun sumarsins verði auglýst. Við stefnum á að vera með sem flestar skoðanir, okkur til yndisauka og erum við enn að taka á móti ábendingum🌸 (Hjördís Rögn viðburðarstjóri.) Verið vakandi fyrir pósti frá okkur með dagsetningum og tímum💌

Góða garðaskemmtun í sumar með GÍ☀️

Udgivet i

Sumarferðin 2024

Kæru félagar!

Sumarferð Garðyrkjufélagsins verður farin mánudaginn 15. júlí næstkomandi. Ferðinni verður heitið á Suðurland og nánari dagskrá verður auglýst síðar en að sjálfsögðu verður hún jafn glimrandi skemmtileg og spennandi og undanfarin ár. Guðríður Helgadóttir, formaður GÍ verður fararstjóri.

Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 9 og er áætluð heimkoma um kl. 17 sama dag. Verði er að vanda stillt í hóf og kosta herlegheitin kr. 8.500 á mann, innifalið í því er rúta, hádegisverður á Farmers Bistro á Flúðum (sjá nánar lýsingu hér fyrir neðan) og létt hressing á leiðinni.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði (71 sæti í rútunni) og því gildir reglan að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Að þessu sinni fer skráningin í ferðina eingöngu fram í vefverslun GÍ þar sem jafnframt er innheimt þátttökugjald. Vefslóðin er: Shop – Garðyrkjufélag Íslands (gardurinn.is).
Opnað verður fyrir skráningar laugardaginn 15. júní kl. 16:00. (ATHUGIÐ, ef pantað er fyrir tvo eða fleiri þátttakendur í einu þarf að setja magnið í vefversluninni jafnt og sætin sem óskað er eftir.)

Sælkerahlaðborð – kaffi & te innifalið
Innifalið í sælkerahlaðborði er sveppasúpa(laktósafrí og glúten laus)
með hvítum matarsveppum,kastaníusveppum og portobello sveppum.
Heimabakað hvítlauksbrauð, súrdeigsbrauð og byggbrauð. Papriku- og
chilli sulta, smjörsteikir sveppir með timian, papriku- og sveppa
tapenade, marenaðir sveppir, smjör, sveppasmjör og hvítlaukssmjör.

Udgivet i

Plöntuskiptadagur í Eyjafirði — frestað

Vegna veðurútlits verður áður auglýstum plöntuskiptadegi frestað fram í næstu viku!

Plöntuskiptadagurinn í Eyjafjarðardeild GÍ verður þriðjudaginn 11. júní kl. 17.00 í Lystigarðinum.
Komið endilega með plöntur til að gefa og/eða fáið gefins plöntur. Við hittumst við bogahúsið. Lystigarðurinn á Akureyri
Sesselja Ingólfsdóttir frá Fornhaga stjórnar plöntuskiptunum af sinni alkunnu visku á plöntunum.
Hlökkum til að hittast og eiga góða stund,

Stjórnin