Salix herbacea – Grasvíðir

250kr.

Jarðlægur, skriðull, dvergrunni sem gengur einnig undir nafninu smjörlauf og fer sjaldan yfir 20cm hæð í villtri náttúru. Finnst m.a. víða í mólendi eða snjódældum til fjalla og er algengur um allt land. Minnstur þeirra víðitegunda sem hér finnast og raunar ein lágvaxnasta trjákennda plöntutegund í heimi. Minnir suma á litlar plöntur af fjalldrapa. Vöxtur hans litast þó mikið eftir þeim aðstæðum sem hann vex við og eins getur hann auðveldlega blandast öðrum víðitegundum og því alls ekki einsleitur, hvar sem hann finnst. Blöðin glansandi og nokkuð kringlótt, karlblóm gul, kvenblóm rauð, aldin rauð.

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0543 Flokkar: , , Tags: ,