Muscari azureum – Týslilja

250kr.

Fjölær laukplanta af liljuætt, blómstrar bláleitum klasa efst á blómstöngli snemma vors. Grænvöxtur oft bara nokkra sentimetra ofar jarðvegi, en blómstöngull teygir sig 10-15cm upp. Blómklasi inniheldur oft nokkur ófrjó blóm, sem eru þá ljósari að lit og heldur smærri. Þrífst vel í frjóum, léttum jarðvegi og fjölgar sér með sáningu sem og hliðarlaukum. Kýs sól eða hálfskugga.

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0189 Flokkar: , , Tag:

Viðbótar upplýsingar

Stærð