Garðverkin

4.400kr.

Höfundur Steinn Kárason

Í bókinni er að finna hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs í görðum, gróðurhúsum og sumarbústaðarlöndum ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð.

Garðverkin er 24 kaflar og 194 undirkaflar, skrifuð í anda sjálfbærrar þróunar. 80 ljósmyndir og 350 skýringarmyndir.

Helstu umfjöllunarefni:
Tré og runnar, trjáklippingar og gróðursetning.
Matjurtir, kryddjurtir, sáning, uppeldi og ræktun.
Sumarblóm, fjölær blóm, uppeldi og ræktun, haustlaukar, vorlaukar og hnýði.
Áburður.
Grasflötin, sáning, tyrfing og umhirða.
Lífræn ræktun og safnhaugagerð.
Jarðvegsskipti og undirvinna.
Trjágróður og sumarbústaðalandið. Tegundaval og skógrækt.
Timburskjólveggir.
Vélar og verkfæri.

Í bókinni eru töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Vörunúmer (SKU): 918445082 Flokkur:

Description

Höfundur: Steinn Kárason