Aquilegia vulgaris ‘Roman Bronze’ – Skógarvatnsberi ‘Roman Bronze’

250kr.

Fjölær. Hæð 50-70cm. Laufblöðin gul að vori og þroskast svo í nokkurs konar bronsgulbrúnan lit. Blómstrar fjólubláum blómum. Þrífst best í sól eða hálfskugga og næringarríkum jarðvegi vel framræstum. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þess ekki óskað er ráðlegt að klippa blómstöngla af að blómgun lokinni. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.

Out of stock

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0442 Flokkar: , ,

Viðbótar upplýsingar

Stærð