Gleðin sveif yfir vötnum 23. nóvember hjá Garðyrkjufélaginu.

Það ríkti mikil stemning á fjölskyldudegi  hjá Garðyrkjufélagi Íslands þegar félagsmenn og þeirra fjöldskyldur og gestir komu saman til búa til og eða lagfæra gamla jólakransa og skreytingar. Börnin sýndu hæfileika sína í listsköpun og sönnuðu að margur er knár þótt hann sé smár.

Þetta var annað sinn sem Garðyrkjufélag Íslands bauð félagsmönnum og  fjölskyldum þeirra til að mæta snemma á laugardagmorgni og eiga góða samverustund við gerð aðventukransa, leiðisgreina, jólakalla eða hvers sem hver og einn vildi gera.

Það var fjölmennt og allir ánægir hvernig til tókst. Fram kom áhugi á að endurtaka leikinn að ári.