Fjölskyldudagur hjá Garðyrkjfélaginu – Jólakransar og skreytingar 23. nóvember

24. janúar, 2020 frá 23:53 til 23:53

Opið hús laugardaginn 23. nóvember frá klukkan 10:00 – 13:00 Síðumúla 1 (inngangur frá Ármúla)
– Enginn aðgangseyrir.

Garðyrkjufélag Íslands býður félagsmönnum og fjölskyldum þeirra að koma og eiga góða samverustund við gerð aðventukransa, leiðisgreina, jólakalla eða hvers sem hver og einn vill gera.

Til aðstoðar og leiðbeiningar verður Marín Ásmundsdóttir.


Kærkomið tækifæri að draga fram gömlu skreytinguna, bursta rykið af henni og lappa upp á hana, en á staðnum verður hægt að kaupa hálmkrans (25 cm eða 35 cm), kertasæti og köngla á priki.

Best væri ef hver og einn kæmi með sína eigin slaufuborða, kúlur, bamba eða annað skreytiefni sem hver og einn vill nota.
Garðyrkjufélagið leggur til sígrænar greinar, birkigreinar og köngla.

Einnig er til allt efni sem þarf til vinnslu skreytinga, svo sem plast og vír til að vefja kransa, límbyssur og ýmislegt fleira.
Ýmislegt er til fyrir börn að sýsla við, trjákubbar til að búa til jólasveina, litir, plattar til að mála, furuskott og fleira.

Hitað verður kakó að hætti hússins og smákökur bornar fram í körfu.

Allir eru velkomnir og eru félagar eru hvattir til að taka með sér gesti, vini og vandamenn.

Ath! Vegna aðfanga væri gott að fá nokkra hugmynd um hversu margir ætla að koma.
Þeir sem eru ákveðnir, eru beðnir að skrá sig og sína á netfangið gardyrkjufelag@gardurinn.is. – En auðvitað er einnig velkomið að mæta án skráningar.