Loading Events

Past Events

Events Search and Views Navigation

Event Views Navigation

apríl 2021

Stingandi strá og mjúkur mosi: Ræktaðu grasblettinn þinn

20 apríl frá20:00 til 21:00
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Ágústa Erlingsdóttir garðyrkjufræðingur og kennari við LBHÍ/Garðyrkjuskólann fer yfir helstu atriði sem varða torfþökur, grasbletti og umhirðu þeirra. Þessa dagana gengst Garðyrkjufélagið fyrir röð opinna fræðslufunda um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Fróðasta fólk GÍ stýrir þessum fundum og verður til svara um hvaðeina sem upp kann að koma. Þessir fundir verða um fjarfundabúnað (Zoom) og eru öllum opnir. Fyrir hvern fund birtir félagið slóðina inn á hvern fund á heimasíðu sinni (www.gardurinn.is)…

Find out more »

Bætandi Belgir

21 apríl frá20:00 til 21:00
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Sigurður Arnarson er mörgum kunnugur sem einn af helstu sérfræðingum landsins í plöntum af ertublómaætt, svokölluðum belgjurtum. Mikinn fróðleik tengdan þeim má finna í bók hans Belgjurtabókin sem kom út í lok árs 2014. Bókina er m.a. hægt að versla beint hjá útgefanda hér: https://www.rit.is/baekur Á þessum fræðslufundi mun Sigurður fara yfir ýmsar fagrar og nytsamlegar belgjurtir og því um að gera að leggja við hlustir. Þessa dagana gengst Garðyrkjufélagið fyrir röð opinna fræðslufunda um…

Find out more »

Forræktun mat- og kryddjurta

27 apríl frá17:30 til 19:00
Free

Aðgangur er ókeypis og fer viðburðurinn fram í Bókasafni Garðabæjar. Skipuleggjendur biðja þá sem ætla að mæta að vinsamlegast hafa samband til að skrá sig fyrirfram: Skráning í bokasafn@gardabaer.is eða síma 591 4550. Það þarf að gefa upp nafn, símanúmer og kennitölu. Að rækta grænmeti til eigin nota þarf ekki að vera flókið! Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur leiðbeinir um sáningu og ræktun mat- og kryddjurta.Flest sem Jóhanna hefur tekið sér fyrir hendur um ævina er tengt náttúrunni og fræðslu.Hún er garðyrkjufræðingur…

Find out more »

Ástarlíf einmanna kartöfluhnýða: Kartöfluræktun kartöfluhvíslarans

27 apríl frá20:00 til 21:00
Free

Súrkálsdrottningin og kartöfluhvíslarinn Dagný Hermannsdóttir leiðir okkur í allan sannleika um kartöfluræktun. Dagný er einmitt ein af duglegri ræktendum nýrra kartöfluyrkja úr fræi á Íslandi og úr því hafa ýmiss konar furðuleg hnýði í ýmsum litum myndast. Áhugasamir um kartöfluræktun af fræi ættu endilega að skella sér í Facebook hópinn "Kartöflurækt af fræi - Nýjar íslenskar" https://www.facebook.com/groups/949669858414393/ Kjósi fólk heldur að rækta þaulreynd yrki á "gamla mátann", bendum við fólki á að líta við í Vefverslun Garðyrkjufélagsins, þar sem einmitt…

Find out more »

Allt um Bonsai tré – Vilmundur Hansen

28 apríl frá20:00 til 21:30
Free

Vilmundur Hansen fer yfir sögu, aðferðir og ræktun Bonsai trjáa sem eiga sér nær 1000 ára sögu.Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur er löngu landsþekktur fyrir fræðistörf og skrif sín um plöntur og ræktun. Hann er einnig stofnandi og stjórnandi síðunnar Ræktaðu garðinn þinn á Facebook þar sem eru ríflega 41.000 meðlimir. Þessi viðburður er hluti af svokölluðu "Lífstílskaffi" hjá Borgarbókasafninu, en fer fram á netinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.Nánari upplýsingar:Hólmfríður Ólafsdóttirholmfridur.olafsdottir@reykjavik.is

Find out more »

Margföld uppskera með hraukbeðum

28 apríl frá20:00 til 21:00
Free

Drottning Sumarhússins &Garðsins: Auður Ottesen fræðir okkur um hugelkultur, eða svokölluð hraukbeð. Hvernig býr maður slíkt til og af hverju? Er þetta satt sem sagt er um margfalda uppskeru? Auður er ekki bara útgefandi áðurnefnds tímarits og fjölda frábærra bóka um garðyrkju ( sem kaupa má á https://www.rit.is/baekur ) heldur er hún þekkt um allt land fyrir frábær garðyrkjunámskeið, jafnt á staðnum sem og yfir netið. Nánar um það á https://www.rit.is Fundurinn er hluti af röð opinna fræðslufunda sem Garðyrkjufélagið…

Find out more »
+ Export Events