Loading Events

Past Events

Events Search and Views Navigation

Event Views Navigation

apríl 2021

Býflugan og eplablómið: “Hvernig verða eplabörnin til” og aðrar sögur úr ávaxtaheimum

29 apríl frá20:00 til 21:00
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Höfundur bókarinnar "Aldingarðurinn", garðyrkjufræðingurinn Jón Guðmundsson, ætlar að leiða okkur gegnum staðreyndir lífsins hvað eplatré og aðrar aldinplöntur varðar. Áhugasömum er bent á að bókina er t.d. hægt að kaupa beint hjá útgefanda hér: https://www.rit.is/baekur Fundurinn er haldinn í samvinnu við Ávaxtaklúbb G.Í. og vekjum við athygli á Facebook grúppu hans hér: https://www.facebook.com/groups/avaxtaklubbur Fundurinn er hluti af röð opinna fræðslufunda sem Garðyrkjufélagið heldur um þessar mundir um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Þessir…

Find out more »

maí 2021

Íslenskar plöntur í heimagarðinn

4 maí frá20:00 til 20:45
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Guðríður Helgadóttir (Gurrý) fræðir okkur íslenskar plöntur í heimagarðinn. ATH: Þessir fundir verða um fjarfundabúnað (Zoom) og eru öllum opnir, en vegna takmarkana á þeim fundarkerfis aðgangi sem okkur stendur til boða geta að hámarki 100 gestir tekið þátt í hverjum fundi. Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa í 45-60 mínútur. Hlekkurinn fyrir þennan fund mun birtast hér fyrir neðan nær fundartíma, en ekki er hægt að komast inn fyrr en fundur hefst. Hlekkurinn…

Find out more »

Pöddur (góðar og vondar) inni og úti

11 maí frá20:00 til 21:00
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Á næstu vikum gengst Garðyrkjufélagið fyrir röð opinna fræðslufunda um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Fróðasta fólk GÍ stýrir þessum fundum og verður til svara um hvaðeina sem upp kann að koma. Þessir fundir verða um fjarfundabúnað (Zoom) og eru öllum opnir. Fyrir hvern fund birtir félagið slóðina inn á hvern fund á heimasíðu sinni (www.gardurinn.is) og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn). Þaðan verður einfalt og auðvelt að hefja þátttöku. Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20…

Find out more »

Skaðvaldar í matjurtum

18 maí frá20:00 til 21:00
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Halldór Sverrisson er einn helsti plöntusjúkdómafræðingur landsins og ritaði m.a. bókina "Heilbrigði Trjágróðurs" með skordýrafræðingnum Guðmundi Halldórssyni, auk þess að fjalla um skaðvalda í matjurtaræktun í bókinni "Matjurtir" sem Sumarhúsið og Garðurinn gaf út. Hér fræðir hann okkur einmitt um helstu skaðvalda í matjurtum og matjurtaræktun hér á landi, nokkuð sem öruggt er að gagnast ansi mörgum. Heilbrigði Trjágróðurs er m.a. hægt að versla í vefverslun Garðyrkjufélagsins: https://gardurinn.is/product/heilbrigdi-trjagrodurs/ Fundurinn verður um fjarfundarkerfið Zoom og er…

Find out more »

Ræktun matsveppa í heimahúsum

19 maí frá20:00 til 21:00
Free

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu Magnús Magnússon,  forsprakki sveppaheimaræktenda á Íslandi og eigandi Emmson ræktunarsetursins hefur með góðum árangri ræktað sveppi um árabil og verið ötull að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Hér fræðir hann okkur um heimaræktunina og kveikir eflaust áhuga margra. Nánar um Emmson á facebook síðunni https://www.facebook.com/Emmson.is/ og hóp svepparæktenda má finna á facebook síðunni Sveppasamfélagið: https://www.facebook.com/groups/621668051354835 Fundurinn verður um fjarfundarkerfið Zoom og er öllum opinn. Fyrir fundinn birtist hér fyrir neðan slóðin til að taka þátt. Hlekkurinn á þennan…

Find out more »

júlí 2021

Sumarferð Garðyrkjufélags Íslands 2021

24 júlí frá09:00 til 19:00
7200kr

Hin árlega og sívinsæla sumarferð Garðyrkjufélags Íslands verður farin laugardaginn 24. júlí næstkomandi og verður að þessu sinni farið um Borgarfjörð. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 (Ármúlamegin) kl. 09:00 og ekið sem leið liggur í Borgarnes. Þar verður Skallagrímsgarður skoðaður og einn garður í einkaeign. Komið verður við í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei rétt ofan við Borgarnes þar sem er að finna mikið úrvalfjölærra plantna. Í Gleym-mér-ey tekur Sædís Guðlaugsdóttir, eigandi stöðvarinnar, á móti okkur og býður…

Find out more »
+ Export Events