Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

VETRARKLIPPING RUNNA OG TRJÁA

21. mars, 2021 frá 11:00 til 12:00

Sunnudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni bjóða Grasagarður Reykjavíkur og Skógræktarfélag Íslands upp á fræðslu um vetrarklippingar trjáa og runna.

Garðyrkjufræðingarnir Einar Örn Jónsson, Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir fjalla um hvaða trjágróður á að snyrta á þessum árstíma, hvernig bera eigi sig að til að viðhalda heilbrigðum og fallegum runnum og trjám og ekki síst hvað á EKKI að gera.

Fræðslan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11, sunnudaginn 21. mars nk. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir en bent er á að þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna í fræðslunni er grímuskylda.

ATH:

Garðyrkjufélagið gengst fyrir fræðslufundi á netinu um sama efni þriðjudaginn 30. mars. Þar leiðir Ágústa Erlendsdóttir okkur í allan sannleikann. Sá fundur verður öllum opinn, slóð á hann verður birt innan skamms.

Frítt