Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Undirstöðuatriði rósaræktar 24. október

Fyrsti fræðslufundur Rósaklúbbs Garðyrkjfélags Íslands vetrarins verður fimmtudaginn 24. október kl 19:30 í sal félagsins Síðumúla 1

Á fundinum verður fjallað um undirstöðuatriði rósaræktar. Farið verður yfir staðarval, gróðursetningu, áburðargjöf, klippingu og umhirðu rósanna. Einnig verður fjallað um fjölgun rósa af fræi c aðferð til að fjölga rósum á eigin rót.

Fræðsluefnið verður bæði við hæfi byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir. Tími gefst til umræðu og skipta á reynslu. Kristinn H.Þorsteinsson og Vilhjálmur Lúðvíksson munu annast dagskrána.

Í framhaldi af þessum fyrsta fræðslufundi  verður (ef veður leyfir) laugardaginn 26. október  boðið upp á sýnikennslu í rósaklippingum og haustfrágangi rósa. Byggt verður á fræðsluefni  sem kynnt var á fræðslufundinum. Kristinn og Vilhjálmur munu leiðbeina þátttakendum.
Nánar verður sagt frá tilhögun og tímasetningu þessa viðburðar síðar

24. október, 2019 frá 08:00 til 17:00