Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Fræðslufundur – ræktun og meðferð rósa 24. október


Fyrsti fræðslufundur Rósaklúbbsins á vetrinum verður haldinn í fundarsal GÍ í Síðumúla 1, fimmtudaginn 24. október, kl. 19:30 – 22:00.
Fundurinn er hluti fræðslunámskeiðs um ræktun rósa sem byggt er á fenginni reynslu. Í kjölfarið verður verkleg kennsla í klippingu rósa í rósagarðinum í Laugardal laugadaginn 26. október. (Með fyrirvara um veður).

Kaffigjald á kvöldfundinum 24. okt. er kr. 750.  

Þátttaka í klippingarnámsskeiði er kr. 1.500. Aðgangur að efniviði til fjölgunar og námsgögn frá fyrirlestrum innifalin.

Fundurinn og klippingarnámskeiðið er opið öllum félögum GÍ sem vilja kanna þátttöku í Rósaklúbbnum!

Farið verður yfir öll grunnatriði í ræktun helstu flokka rósa og fjallað um staðarval og jarðveg, gróðursetningu, áburðargjöf, sumarhirðu og vetrarfrágang mismunandi flokka rósa. Þá verður fjallað um fjölgun rósa bæði með fræsáningu og sýndar aðferðir við rætingu rósastiklinga á eigin rót svo fólk geti fjölgað rósum sem reynast vel. Komið verður inn á grunnatriði rósakynbóta.

Fyrirlesarar og leiðbeinendur verða:
Kristinn H Þorsteinsson sem fjallar mun um staðarval, gróðursetningu, umhirðu rósa,  líffræðilegar forendur og aðferðir við klippingu á rósum svo og vetrarfrágang rósa.
Vilhjálmur Lúðvíksson sem fjallar um meðferð helstu flokka rósa og sýnir aðferðir við fjölgun rósa með fræsáningu og rætingu stiklinga. Hann ræðir einnig reynslusöfnun klúbbsins og leiðir til kynbóta á rósum fyrir íslenskar aðstæður.16 október frá 08:00 til 17:00