Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sumarsögur – Litið um öxl og horft til framtíðar 7. október

Matjurtaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands efnir til fræðslu-  og spjallfundar um ræktun matjurta mánudaginn 7. október kl 17:30 í húsnæði Garðyrkjufélagsins Síðumúla 1

Sumarið er úti og sælu og stundir þess eru að baki. Sumarið var bæði þurrt og mjög sólríkt á sunnan- og vestanverðu landinu. Á Norður- og Austurlandi var aftur á móti svalari og úrkomusamari tíð.Nú á haustdegi er gott að setjast niður og hugleiða liðið ár. 

Hvað vorum við að rækta, hvernig gekk, hvernig geymum við uppskeruna, og hvað langar okkur að gera næsta sumar ? Er haustið tími undirbúnings. ?
Dagný Hermannsdóttir,  Helga Helgadóttir og Kristinn H. Þorsteinsson verða með innlegg.

Stjórn matjurtaklúbbsins hvetur alla til að mæta og taka þátt skemmtilegu og fræðandi kvöldi.

7. október, 2019 frá 17:00 til 19:00