Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sumarferð á Suðurnesin 10. ágúst

Hin árlega sumarferð Garðyrkjufélagsins Íslands verður farin um Suðurnesin laugardaginn 10. ágúst 2019 þar sem hugað verður að gróðurrækt, náttúru og sögu.

Sumarferðir Garðyrkjufélagsins hafa alla tíð notið vinsælda, enda fróðlegar og skemmtilegar.
Í stuttu máli þá er það helsta sem gert verður að hugað verður að sögu og mannlífi á Vatnsleysuströnd. Tveir garðar verða skoðaðir í Keflavík og einn sem staðsettur er á sjávarkambinum við Stafnesveg.
Komið verður við í Duushúsi en þar er einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Þá verður ein af fremur fáum steinhlöðnum kirkjum á Íslandi sótt heim, Hvalsneskirkja en við hlið hennar er einstaklega fallegur kirkjugarður til að skoða og njóta. Á Suðurnesjum er sagan við hvert fótmál. Leiðangursstjórar og leiðsögumenn  sumarferðarinnar verða  Konráð Lúðvíksson, Kristinn H. Þorsteinsson og leiðsögumaðurinn þekkti Reynir Sveinsson.

Lagt verður af stað með langferðabifreið frá Síðumúla 1, Reykjavík kl. 08:45 og áætluð heimkoma er kl 20:00.
Þetta verður langur dagur og verður hvergi farið um þar sem erfitt er að ganga.  

Verð 6.000 kr. fyrir manninn. Innifalið er fargjald, safnagjald, léttur hádegisverður, kaffi og meðlæti.

Ath!  Fjöldi þátttakanda er takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig í ferðina sem allra fyrst á netfangið: gardyrkjufelag@gardurinn.is 
Nánari upplýsingar veitir Kristinn H. Þorsteinsson fræðslustjóri í síma 834 3100.

10. ágúst, 2019 frá 08:45 til 20:00