Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum

25. apríl, 2019 frá 10:00 til 17:00

Á sumardaginn fyrsta 25. apríl verður opið hús í Garðyrkjuskólanum í Reykjum í Ölfusi og verður mikið um að vera eins og undanfarna áratugi. Garðyrkjufélag Íslands verður á staðnum og ætlum við að standa vaktina á opnu húsi frá kl. 10:00 til kl. 17:00 og kynna Garðyrkjufélagið fyrir gestum og gangandi. Taktu þátt í skemmtilegu verkefni Sá háttur hefur verið hafður á að nokkrir sjálfboðar (félagsmenn) bæði leiknir sem lærðir hafa staðið á bás félagsins og tekið þátt í að spjalla við fólk. Ekki eru gerðar neinar sérstakar kröfur til menntunar né þekkingar á sviði garðyrkju. Sjálboðaliðar þurfa að vera mannblendnir og snyrilega klæddir á sumardaginn fyrsta. Sjálfboðaliðar standa vaktina eftir getu og tíma hvers og eins. Skráning er hafin á netfangi gardyrkjufelag@gardurinn.is. Þær upplýsingar sem við þurfum frá þér er klukkan hvað þú getur mætt og hve lengi þú vilt standa og njóta lífsins með öðrum félögum Garðyrkjufélags Íslands.