Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sáning og forræktun sumarblóma og matjurta

23 febrúar frá 20:00 til 21:00

Gurrý (Guðríður Helgadóttir) ætlar að fræða okkur um (og hjálpa okkur að rifja upp) allt það helsta sem snýr að sáningu og forræktun á sumarblómum og matjurtum, en nú er einmitt heppilegur tími fyrir ýmsar sáningar.

Rétt er að minna á í leiðinni að vefverslun Garðyrkjufélagsins er með fleiri hundruð mismunandi fræ til sölu, auk ýmissa stærða af gróðurpokum til ræktunar. https://gardurinn.is/vefverslun/

Fræðslufundurinn fer fram á netinu í gegnum fundarkerfið ZOOM og er öllum opinn. Engan aðgangseyri þarf að greiða, en nauðsynlegt að vera búin að setja upp hjá sér zoom forritið áður.

Allir byrja fundirnir kl 20 og áætluð tímalengd í kringum 40-60mínútur.

Sökum takmarkana á zoom aðgangi Garðyrkjufélagsins er hámarksfjöldi í einu 100 aðilar og því öruggara að tengja sig inn tímanlega.

Fundurinn er sá fyrsti í nýrri seríu Garðyrkjufélagsins sem mun fara fram á næstu vikum og mánuðum ýmist í gegnum Zoom eða í sal félagsins, Síðumúla.

ATH: fyrir zoom fundi mun hlekkur birtast í viðburðarlýsingunni tímanlega fyrir hvern fund:

https://www.facebook.com/events/373372031292001

Zoom hlekkur:

https://zoom.us/j/95703210695?pwd=UDV2N0tiR1RJYnZnTjVQaUNjbGQvUT09

Free