Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Reynslusögur af ræktun í heimagarði og sumarlandi þann 28. mars í Síðumúla

28. mars, 2019 frá 19:30 til 22:00

Rósaklúbbur Garðyrkjufélagsins boðar er til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1, fimmtudaginn 28. mars n.k. kl. 19:30.

Á dagskránni verða reynslusögur af ræktun í heimagarði og sumarlandi og deilt reynslusögnum af áhugaverðum árangri sem þegar hefur komið úr sáningu á rósafræi sem klúbbfélagar fengu í hendur fyrr í vetur. Lýst verður eftir ræktunarreynslu félaga vegna verkefna klúbbsins framundan!

Inngangseyrir er krónur 750.-

Fundurinn er öllum opinn og því gefst kærkomið tækifæri fyrir þá sem ekki þekkja til að mæta og kynna sér það frábæra starf sem á sér stað innan Rósaklúbbsins.

Dagskrá:

1. Ræktun rósa í heimagarði og sumarbústað    Íris Vilbergsdóttir og Bjarni Kjartansson segja frá Kaffihlé

2. Snemmblómgun sáðplantna af kanadísku rósafræi frá liðnu hausti! – Hvernig getum við fylgt eftir?  Hulda Guðmundsdóttir sýnir myndir úr sáningum félaga.    Umræða:    Rætt um vernd viðkvæmra, blómstrandi ungplantna fyrir áföllum!

3. Hvernig getum við aukið þátttöku félaga í reynslusöfnun úr rósarækt.   Eggert Aðalsteinsson kynnir og leitar svara!