Posted on

Rauðeik, útsæði og gróðurpokar

Rauðeik - Aðalsteinn Sigurgeirsson

Hvenær sæki ég útsæðið sem ég pantaði?

Pantanir eru sóttar á skrifstofu félagsins, síðumúla 1 (ath inngangur ármúlamegin) og er hægt að sækja á eftirfarandi tímum:

Mán 2.maí kl 10-14

Mið. 4.maí kl 10-19

Fim. 5.maí kl 10-14

Hvað með rauðeikur og gróðurpoka?

Miðvikudaginn 4.maí verður sérstök lengri opnun, t.d. fyrir þá sem ekki komast auðveldlega að sækja á milli 10 og 14.

Forsvarsmenn Gróðurpokar  https://www.facebook.com/grodurpokar   verða á svæðinu milli 17 og 19 með kynningu og sölu á pokunum sem þau selja einmitt m.a. í verslun félagsins. Henta afskaplega vel undir ýmsa ræktun og stærri gerðirnar sérlega heppilegar fyrir kartöflur. Ræktunin verður meðfærilegri og hægt að rækta á svölum, gangstétt eða bílskúrsþaki þess vegna. 

Akörn af rauðeik (Quercus rubra) kláruðust nánast samstundis og opnað var fyrir sölu í vetur, en frá 17-19 verða forsvarsmenn Trjáræktarklúbbsins einnig á svæðinu og munu selja rauðeik beint úr bökkum, til að styrkja sameiginlega trjáræktun.  Um ræðir plöntur sem voru ræktaðar inni í gróðurhúsi og eru því komnar vel af stað í vexti. Uppruni þessara plantna er frá Kanada og standa því vonir til þess að þeim muni ganga betur en annarri rauðeik, enda hefur ræktun hennar oft verið erfiðleikum háð hér. Seldar verða 5 eikarplöntur saman, sem fara þá beint úr bakka í poka við kaupin og þarf að koma þeim strax í potta eða álíka. Verð á 5 trjáplöntum saman er 3.000kr. og greiðist með korti á staðnum.

Það má því búast við fjörlegri stund í sal félagsins á miðvikudags eftirmiðdaginn, þegar fólk hópast þangað til að sækja útsæði og kaupa sér eikur og gróðurpoka.

(Myndin sem fylgir var tekin af Aðalsteini Sigurgeirssyni og sýnir muninn á haustlitum á sumareik og rauðeik.)