Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ræktun matjurta og blóma á svölum og pöllum í Síðumúla13. maí

13. maí, 2019 frá 17:30 til 19:15

Mánudaginn 13. maí kl 17:30 í Síðumúla 1 í Reykjavík flytur  Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjumaður á Dalsá fræðsluerindi um ræktun matjurta og blóma á svölum og pöllum, um val á plöntum, jarðveg og áburðargjöf, umhirðu plantnanna. Að lokum verður sýnikennsla í að sá beint í potta.
Jóhanna frá Dalsá í Mosfellsdal er flestum ræktendum vel kunn fyrir ræktunarstörf sín en að Dalsá rekur hún ræktunar- og fræðslusetur. Markmiðið með starfsemi setursins er að hjálpa fólki að tengjast náttúrunni, efla lífræna ræktun í heimilisgörðum og að reka gróðrarstöð með lífræna grænmetisframleiðslu.
Inngangseyrir er krónur 750,-

Allir eru velkomnir.

Fræðslan er í umsjón matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins.