Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ræktun matjurta í heimilsgarðinum – tveggja kvölda námskeið í Síðumúla 17. og 19. mars

30 september frá 05:54Það jafnast ekkert á við það að geta farið út í garð og tínt sínar eigin heimaræktaðar matjurtir  kletta- og mizuna salat, grænkál, hnúðkál, radísur,  rauðrófur og kartöflur svo eitthvað sé nefnt.

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir tveggja kvölda námskeiði  í ræktun matjurta í heimilsgarðinum og verður fyrrihluti námskeiðisins þriðjudaginn 17. mars en sá seinni fimmtudaginn 19. mars frá kl 18:00 – 21:00 í Síðumúla 1 Reykjavík.

Á námskeiðinu verður fjallað í máli og myndum um ræktun matjurta í heimilisgarðinum. Farið verður yfir forræktun, sáningu og fræ, pottun, vökvun, áburðargjöf og útplöntun. Þá verður fjallað um jarðveg og lífið í jarveginum, umhirðu og uppskeru ásamt algengustu vandamálum sem fylgja ræktun matjurta

Leiðbeinandi er Gunnþór K. Guðfinnsson í Skaftholti en hann er einn af okkar fremstu ræktendum í mat- og kryddjurtum á landinu.

Almennt verð er krónur  9.900,-  en kr. 8.000,- fyrir félagsmenn í GÍ.

Skráning er í gegnum netfang: gardyrkjufelag@gardurinn.is

Námskeiðið er í umsjón matjurtaklúbbsin Hvanna