Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Pödduhótelasmiðjan laugardaginn 12. október

12 október frá 10:00 til 12:00

Pödduhótelasmiðja fyrir fjölskyldur í Grasagarði ReykjavíkurLaugardaginn

12. október kl 10:00 – 12:00
verður boðið upp á listasmiðju fyrir alla fjölskylduna í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur. Í listasmiðjunni verða útbúin pödduhótel, þ.e. hýbýli fyrir pöddurnar sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigðum garði með því að frjóvga plöntur og veiða skaðvalda.

Þórey Hannesdóttir listgreinakennari stýrir smiðjunni.

Efnið í pödduhótelin ásamt verkfærum verður á staðnum en þátttakendum er bent á að klæða sig eftir veðri þar sem smiðjan fer fram bæði utandyra og inni í garðskála Grasagarðsins.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Verkefnið er samstarfsverkefni:
Grasagarðs Reykjavíkur
Garðyrkjufélags Íslands
Útmerkur
Skógræktarfélags Reykjavíkur og
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.