Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Plöntuskiptadagur Garðyrkjufélagsins á höfuðborgarsvæðinu 1. júní

1. júní, 2019 frá 11:00 til 13:00

Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélagsins að hausti verður laugardaginn 1. júní frá kl. 11:00– 13:00 í bílastæðaportinu austan megin við innganginn í Síðumúla 1. í Reykjavík.

Hvað er plöntuskiptadagur ?
Á plöntuskiptidegi skiptast félagar og gestir þeirra á plöntum, planta gegn plöntu og skiptir ekki máli hvort um er að ræða; tré, runna, matjurtir, fjölæringa, stofublóm, eða garðskálaplöntur – allar plöntur jafngildar. Félasmenn eru hvattir til þátttöku og mæta með plönturnar merktar í pottum eða öðrum góðum ílátum. Þeir sem ekkert eiga til skiptanna, geta átt kost á því að kaupa plöntur af félagsmönnum gegn sanngjörnu gjaldi .
Þeir sem eiga samanfellanlegt útileguborð eða búkka og plötur til að setja plönturnar á eru hvattir til að taka það með.

Heitt verður á könnunni !