Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Plöntuskiptadagurinn á Akranesi 30. maí

30. maí, 2019 frá 10:00 til 12:00

Plöntuskiptadagur verður haldinn á Akranesi fimtudaginn 30. maí frá kl. 10:00- 12:00 í bakgarðinum á Brekkubraut 25.
Hér gefst garðáhugafólki einstakt tækifæri til að skiptast á plöntum og kynnast fólki sem deilir sama áhugamáli. Reglan er “planta á móti plöntu” (tré, runnar, matjurtir, fjölæringar, stofublóm, eða garðskálaplöntur). Nauðsynlegt er að merkja skiptiplönturnar með nafni á tryggilegan hátt.
Plastdósir (td. Skyrdósir/bláberjafötur) eru prýðilegir skiptipottar ef þær eru gataðar í botninn. Úr skyrdósum má líka útbúa plöntumerkimiða. Dósin er þá klippt niður í strimla sem skrifa má á með vatnsheldum tússpenna.
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórnin Garðyrkjufélags Akranes