Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Plöntuskiptadagur 6. júní í Reykjavík

Hinn árlegi Plöntuskiptadagur Garðyrkjufélags Íslands sem haldinn er á höfuðborgarsvæðinu verður laugardaginn 6. júní frá kl. 11:00– 13:00 í Grasagarð Reykjavíkur, nánar tiltekið hjá Laugatungu rétt austan við aðalinngang Grasagarðsins.

Hvað er plöntuskiptadagur ? 

Á plöntuskiptadegi skiptast félagar og gestir þeirra á plöntum, planta gegn plöntu og skiptir ekki máli hvort um er að ræða; tré, runna, matjurtir, fjölæringa eða garðskálaplöntur – allar plöntur jafngildar, en við vekjum athygli á því að núna bætast stofublóm einnig í flóruna sem hægt verður að skiptast á og verður aðstaða til þess innandyra.

Einnig geta þátttakendur komið og boðið fram ýmislegt, til að mynda verkfæri og blómapotta eða annað svo framanlega sem það tengist gróðurrækt. Félagsmenn eru hvattir til að mæta með plönturnar merktar í pottum eða öðrum góðum ílátum. Þeir sem ekkert eiga til skiptanna, geta átt kost á því að kaupa plöntur af félagsmönnum gegn sanngjörnu gjaldi.

Þeir sem eiga samanfellanlegt útileguborð eða búkka og plötur til að setja plönturnar á eru hvattir til að taka það með.Heitt verður á könnunni !

Plöntuskiptadagurinn er samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands og Grasagarðs Reykjavíkur.