Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Morgunstund í Rósagarðinum


Á laugardagsmorgun 13. júní kl. 10:00 – 12:00 bjóðum við öllum rósavinum um að koma og vera með í að snyrta rósirnar í Rósagarðinum.
Þar gefst tækifæri til að læra aðeins um rósir og klippingar, auk þess sem fólk má taka rótarskot með sér heim .

Nauðsynlegt er hafa góða hanska og þyrniheld föt. Takið með ykkur góðar klippur ef þið eigið kost á.

Rósagarðurinn er samstarfsverkefni Borgargarða, Yndisgróðurs og Rósaklúbbsins Garðyrkjufélagsins.

Hlökkum til að sjá ykkur
Með kveðju
Rósaklúbburinn