Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Margföld uppskera með hraukbeðum

28. apríl, 2021 frá 20:00 til 21:00

Drottning Sumarhússins &Garðsins: Auður Ottesen fræðir okkur um hugelkultur, eða svokölluð hraukbeð. Hvernig býr maður slíkt til og af hverju? Er þetta satt sem sagt er um margfalda uppskeru?

Auður er ekki bara útgefandi áðurnefnds tímarits og fjölda frábærra bóka um garðyrkju ( sem kaupa má á https://www.rit.is/baekur ) heldur er hún þekkt um allt land fyrir frábær garðyrkjunámskeið, jafnt á staðnum sem og yfir netið. Nánar um það á https://www.rit.is

Fundurinn er hluti af röð opinna fræðslufunda sem Garðyrkjufélagið heldur um þessar mundir um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Þessir fundir fara fram í gegnum fjarfundakerfið Zoom, aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Hver fundur er tilkynntur tímanlega á heimasíðu félagsins (www.gardurinn.is) sem og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn).

ATH: vegna takmarkana á þeim fundarkerfis aðgangi sem okkur stendur til boða geta að hámarki 100 gestir tekið þátt í hverjum fundi.

Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa almennt í 45-60 mínútur.

Hlekkurinn fyrir þennan fund mun birtast hér fyrir neðan nær fundartíma, en ekki er hægt að komast inn fyrr en fundur hefst.

Hlekkurinn á þennan fund er:
https://zoom.us/j/93199462955?pwd=SUd2MWpLYXVkZnJzYzFnYjZuM2RSQT09

Þurfi einhver svokallað passcode, þarf að slá inn:
450660

Frítt