Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Lyngrósin Vigdís afhent Grasagarði Reykjavíkur 26. apríl

26. apríl, 2019 frá 14:00 til 15:00

Lyngrósin Vigdís afhent Grasagarði Reykjavíkur 26. apríl

Lyngrósin Vigdís (Rhododendron decorum ´Vigdís‘) á sér afar merka sögu. Vilhjálmur Lúðvíksson, fyrrverandi formaður Garðyrkjufélags Íslands, rakst á lyngrósina af algerri tilviljun á athafnasvæði lyngrósagarðsins í Bremen í Þýskalandi árið 2018. Á miða sem festur var við plöntuna stóð nafnið „Vigdís“. Við nánari athugun kom í ljós að lyngrósin kemur frá lyngrósagarðinum á Milde í Noregi og var ræktuð upp af fyrrverandi forstöðumanni garðsins, Per M. Jörgensen sem staðfesti að lyngrósin héti eftir Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Jörgensen hafði ætlað að færa Vigdísi blómvönd af lyngrósinni í opinberri heimsókn hennar til Bergen árið 1992 og tilkynna henni þá yrkisnafn plöntunnar. Vegna breytinga á áætlun forsetans varð ekki af þessum fundi og hafði hún því ekki heyrt af lyngrósinni sem heitir eftir henni fyrr en Vilhjálmur rakst á plöntuna í Bremen 26 árum síðar. Nú er lyngrósin Vigdís komin til landsins og verður afhent Grasagarði Reykjavíkur formlega föstudaginn 26. apríl að Vigdísi Finnbogadóttur viðstaddri. Afhendingin hefst við aðalinngang garðsins kl. 14 og eru allir velkomnir!