Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Í pottinn búið – allt um pottaplöntur

27. mars, 2021 frá 09:00 til 15:00

Námkeiðið er opið öllum og hentar vel þeim sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum, umhirðu þeirra og umhverfiskröfum. 

Á námskeiðinu verður fjallað um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu, m.a. vökvun, áburðargjöf og jarðveg, sem og staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar.

Hluti af námskeiðinu er verklegur og munu þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun. 

Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið. 

Kennarar: Frændsystkinin Hafsteinn Hafliðason sérfræðingur og Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá LbhÍ.

Hámarks fjöldi þátttakenda: 20 

Tími: Laugardagurinn 27. mars 2021 kl. 9 – 15 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 29.000 kr. (Námskeiðsgögn, kaffi og hádegsmatur innifalið auk þess sem þátttakendur taka með sér plöntur heim af námskeiðinu). 

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

29000kr