
- This event has passed.
Hollráð í Matjurtagarðinum
7. júní, 2022 frá 17:00 til 18:30
Gestum býðst að fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu krydd- og matjurta auk þess sem farið verður yfir ráðleggingar varðandi smádýrin í matjurtagarðinum og hvernig sé hægt að nýta það sem til fellur í jarðvegsgerð. Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins sjá um fræðsluna og meðlimir úr Hvönnum, matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands verða á staðnum auk Mervi Luoma sem kynnir hvernig hægt er að nýta ágengar plöntur í matargerð.
Samstarfsviðburður Grasagarðs Reykjavíkur, Garðyrkjufélags Íslands og Matjurtaklúbbs GÍ (Hvannir). Fer fram í safndeild nytjajurta í Grasagarðinum í Laugardal. Allir velkomnir.
Free