Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“

15. júní, 2019 frá 13:00 til 20. júní, 2019 frá 17:00

Garðyrkjufélag Íslands verður verður á Garðyrkju- og blómasýningunni  „Blóm í bæ“ sem haldin er í áttunda sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Garðyrkjufélagið er staðsett í Skólamörk í jaðri Lystigarðsins á Fossflöt.

Sýningarsvæðið á Blóm í bæ er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Náttúruupplifun, sögugöngur, jóga, núvitundar- og álfagöngur, markaðir, tónlistaratriði og margt, margt fleira. Í tilefni af viðburðinum, Blóm í bæ, eru í Hveragerði 30 faglærðir blómaskreytar: Íslendingar, Hollendingar, Belgar, Norðmenn og nemar á blómaskreytingarbraut LBHÍ. Þeir vinna hörðum höndum að hönnun skreytinga úr íslenskum blómum sem prýða aðalgötu bæjarins og Lystigarðinn.
Frá Fossflötinni upp Varmárgil taka Land Art skreytingar við. Þær eru unnar úr náttúruefnum sem eru í nærumhverfinu og eyðast þær í náttúrunni með tímanum.
Njótum, skoðum og upplifum.

Dagskrá helgarinnar má finna hér:  Dagskrá