Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Garðaskoðun í Kópavogi 20. júlí

20. júlí, 2019 frá 13:00 til 18:00

Laugardaginn 20. júlí nk. verður garðaskoðunardagur í Kópavogi en þetta er eitt af samstarfsverkefnum Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands. Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta.

Einkagarðar
Eftirtaldir einkagarðar í Lindahverfi verða til sýnis í Kópavogi kl. 13:00 – 16:00:

* Heimalind 28 Eigendur: Jóhanna Benediktsdóttir og Pétur Þorleifsson

* Iðalind 3
Eigandi: Vigdís Björnsdóttir

* Jöklalind 1
Eigendur: Karólína Þorsteinsdóttir og Böðvar Stefánsson

Trjásafnið
Sama dag kl. 16:15 hefst fræðsluganga í Trjásafninu í Meltungu, austast í Fossvogsdal, undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs og Kristins H. Þorsteinssonar fræðslustjóra Garðyrkjufélagsins.

Gengið verður um þetta fjölbreytta svæði og hugað að áhugaverðum plöntum.
Gangan hefst neðst í Kjarrhólma í Fossvogsdal og er áætlað að henni ljúki um kl. 18:00.

Hvað er garðaskoðun?
Í garðaskoðun opna nokkrir garðeigendur garða sína fyrir gestum og gangandi og oft er einnig boðið upp á fræðslugöngu um opinbera garða. Garðarnir í ár eru sem fyrr mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að bera hugmyndaauðgi og eljusemi eigenda sinna vitni.
Fjöldi fólks tekur árlega þátt í garðaskoðun Garðyrkjufélagsins sem haldin er víða um land.
Áhugasamir ræktendur njóta dagsins með því að skoða plöntur, girðingar, timburpalla og margt annað sem fyrir augu ber. Eins og alltaf er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugglega kvikna en í öllum þeim görðum sem verða til sýnis má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta.

Þátttakendur koma sér á milli garða á eigin vegum. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða, nema fræðslugangan í Meltungu hefst kl 16:15.  

Götur í Lindunum eru þröngar og því leggjum við því til að allir sem geta skilji bíla sína eftir við Lindaskóla og taki létta göngu milli garða og njóti að auki fallegra útivistarsvæða Kópavogsbæjar sem eru í gönguleið.  

Hér fyrir neðan er loftmynd sem sýnir umrætt svæði í Lindahverfi.

Grænir punktar: lóðirnar þrjár í garðaskoðun 2019
Blár punktur: bílastæði við Lindaskóla (Galtalind)
Gular línur: gönguleiðir milli staða