Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fyrirlestur um aldintré 7. maí

7. maí, 2019 frá 19:30 til 22:00

Þriðjudaginn 7. maí flytur Ólafur Njálsson, garðyrkjubóndi í Nátthaga erindi um ávaxtatrjáatilraun sem hann hefur unnið að um hríð.
Fyrirlesturinn verður í Síðumúla 1 í Reykjavík og hefst kl. 19:30

Ólafur Njálsson mun miðla ýmsu um þrif ávaxtatrjáa og segja frá varðveisluverkefni sem hann fékk styrk til árið 2017 frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, en þegar eru skráð tæplega 400 yrki af perum, eplum, plómum og kirsi í verkefnið.
Ólafur er ræktunarfólki að góðu kunnur enda hefur hann haldið fjölda erinda um gróðurrækt og tengd efni í gegnum tíðina.

Inngangseyrir er krónur 750,-
Allir velkomnir!