
Fræðslufundur Rósaklúbbsins
29 september frá 19:30 til 21:00
Kæru klúbbfélagar!
Boðað er til fræðslufundar Rósaklúbbsins þriðjudaginn 29. september n.k. og hefst hann kl 19:30. Viðfangsefni fundarsins eru reynslusögur af rósarækt á klúbbfélaga á undanförnum árum og umræða um söfnun gagna þar um svo og starfið framundan.
Dagskrá:
- Framhald á söfnun reynslu klúbbfélaga
Eggert Aðalsteinsson fer yfir stöðuna - Áratuga reynsla af ræktun í skjólgóðum garði við Hávallagötu!
Júlíana Gísladóttir segir frá reynslu sinni og deilir nýjum pælingum - Kaffihlé
- Reynsla af rósarækt í Mosfellsdal.
Ómar Runólfsson segir frá reynslu við ögrandi aðstæður - Hvað er framundan?
Vilhjálmur Lúðvíksson fer yfir stöðuna - Önnur mál