Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Fræðsluerindi um ræktun trjáa og runna af fræi 12. nóvember

12. nóvember, 2019 frá 08:00 til 17:00

Fræðsluerindi um ræktun trjáa og runna af fræi.
Garðyrkjufélag Íslands, Trjáræktarklúbburinn og Landssamband Sumarbústaðaeigenda boða sameiginlega til fræðslufundar um ræktun trjáa og runna af fræi.

Fundurinn verður haldinn þriðjudag 12. nóvember í húsnæði Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1, kl. 19:30 – 21:30.

Fyrirlesari verður Sveinn Þorgrímsson og mun hann fjalla um allt ferlið frá töku fræja til útplöntunar á varnlegum stað. Það tekur m.a. til örvunar fræja til spírunar, mögulegar sýkingar í fræbeði og forvarnir við þeim, meðferð kímplantna, uppeldi smáplantna og ræktun þeirra fram að útplöntun.

Sveinn er reyndur ræktunarmaður og mörgu ræktunarfólki að góðu kunnur.  Hann hefur haldið fjölda erinda um ræktunarreynslu sína í Deild í Fljótshlíð og skrifað greinar um hana í Garðyrkjuritið og  Skógræktarritið.

Fræðsluerindið mun m.a. byggja á eftirfarandi greinum sem birtst hafa í Garðyrkjuritinu:Meðhöndlun trjáfræs fram yfir spírun (2017), Uppeldi trjágróðurs frá sáningu til útplöntunar (2018) og Sáning og upphaf vaxtar lyngrósa (2019).

Aðgangseyrir er krónur 750 – og eru allir velkomnir.