Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Býflugan og eplablómið: “Hvernig verða eplabörnin til” og aðrar sögur úr ávaxtaheimum

29. apríl, 2021 frá 20:00 til 21:00

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu

Höfundur bókarinnar “Aldingarðurinn”, garðyrkjufræðingurinn Jón Guðmundsson, ætlar að leiða okkur gegnum staðreyndir lífsins hvað eplatré og aðrar aldinplöntur varðar. Áhugasömum er bent á að bókina er t.d. hægt að kaupa beint hjá útgefanda hér: https://www.rit.is/baekur

Fundurinn er haldinn í samvinnu við Ávaxtaklúbb G.Í. og vekjum við athygli á Facebook grúppu hans hér:
https://www.facebook.com/groups/avaxtaklubbur

Fundurinn er hluti af röð opinna fræðslufunda sem Garðyrkjufélagið heldur um þessar mundir um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Þessir fundir fara fram í gegnum fjarfundakerfið Zoom, aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Hver fundur er tilkynntur tímanlega á heimasíðu félagsins (www.gardurinn.is) sem og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn).

ATH: vegna takmarkana á þeim fundarkerfis aðgangi sem okkur stendur til boða geta að hámarki 100 gestir tekið þátt í hverjum fundi.

Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa í 45-60 mínútur.

Hlekkurinn fyrir þennan fund mun birtast hér fyrir neðan nær fundartíma, en ekki er hægt að komast inn fyrr en fundur hefst.

Hlekkurinn á þennan fund er:
https://zoom.us/j/91954372100?pwd=bklpMlJveUhVTURDZHRMaWRuVnpJUT09

Þurfi einhver svokallað passcode, þarf að slá inn:
959454

Frítt